is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17682

Titill: 
  • Res judicata. Reglan um bindandi réttaráhrif dóma í einkamálaréttarfari.
  • Titill er á ensku Res judicata. The binding effect of judgement in civil procedure.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Regluna um res judicata eða bindandi réttaráhrif dóma er að finna í 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sem kveður á um að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra, sem koma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur sem eru dæmdar þar að efni til. Lögð er áhersla á að skýra inntak reglunnar um bindandi réttaráhrif dóma með hliðsjón af því hvernig henni hefur verið beitt í dómaframkvæmd. Sérstaklega er litið til þeirra dóma sem fallið hafa eftir gildistöku laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í ritgerðinni er leitast við að svara álitaefnum í tengslum við það hvers konar úrlausnir dómstóla eru bindandi, hverja úrlausn bindur og hvað telst vera bindandi.
    Umfjöllunin er með þeim hætti að í 2. kafla er fjallað almennt um bindandi réttaráhrif dóma, uppruna hugtaksins, síðari þróun þess og sjónarmið sem búa að baki reglunni. Enn fremur er vikið að því hvers konar úrlausnir dómstóla hafa bindandi réttaráhrif og tengsl reglunnar við litis pendens áhrif í 4. mgr. 94. gr. eml. Í 3. kafla er síðan rætt nánar um inntak hugtaksins og höfuðþætti þess. Í 4. kafla er vikið að formlegum réttaáhrifum dóma með það að markmiði að afmarka hvenær dómur telst endanlegur. Í því skyni er fjallað um leiðir til endurskoðunar á úrlausn dómstóla sem og hvaða formkröfur megi gera til dóms svo hann hafi bindandi réttaráhrif. Jafnframt er vikið að því hvort það sé á forræði aðila að semja sig undan bindandi réttaráhrifum dóma. Í 5. kafla er gerð grein fyrir efnislegum réttaráhrifum sem eru hin eiginlegu bindandi réttaráhrif dóma og skilyrðum þeirra. Hin efnislegu réttaráhrif greinast í jákvæð efnisleg réttaráhrif og neikvæð efnisleg réttaráhrif og verður leitast við að afmarka inntak hvors um sig. Í 6. kafla er síðan litið til takmarkana á bindandi réttaráhrifum dóma en þær má greina í huglæg og hlutlæg mörk. Hin huglægu mörk lúta að því hverja dómsúrlausn bindur og er í umfjölluninni leitast við að afmarka hvort og í hvaða tilvikum dómur geti verið bindandi fyrir þriðja mann. Hin huglægu mörk snúa að því hvað telst vera bindandi og í því sambandi verður skoðað hvaða hluti dóms það er sem bindur hendur aðila og tengsl við hugtakið sakarefni. Þá er vikið að því hvenær breytingar á málatilbúnaði leiða til þess að heimilt er að höfða nýtt mál vegna áður dæmds sakarefnis. Auk þess er vikið að því hvort síðari atvik geti valdið því að bindandi réttaráhrif dóma falli niður. Að lokum eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman í 7. kafla.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17682


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steinunn Guðmundsdóttir Skemman.pdf1.19 MBLokaður til...25.04.2121HeildartextiPDF