is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17687

Titill: 
 • Heimildir dómara til að fara út fyrir kröfur og málsástæður aðila einkamáls. 1. og 2. mgr. 111. gr. eml.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um heimildir dómara til að fara út fyrir kröfur og málsástæður aðila einkamáls, einkum samkvæmt 1. og 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála (eml.).
  Í 2. kafla ritgerðarinnar er farið almennt yfir inntak og uppruna málsforræðisreglunnar sem er ein af meginreglum íslensks einkamálaréttarfars. Þá er gerð grein fyrir réttarheimildalegri stöðu málsforræðisreglunnar að íslenskum rétti og farið yfir helstu þætti hennar við meðferð einkamála.
  Í 3. kafla er leitast við að kanna og rekja bakgrunn 1. og 2. mgr. 111. gr. eml. sem og að nokkru leyti að kanna sögulega þróun málsforræðisreglunnar í íslensku réttarfari. Þannig er meðal annars rakið hvernig dómvenjur um málsforræði aðila þróuðust frá 18. öld og fram að gildistöku laga um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936 sem voru forveri núgildandi laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
  4. kafli er helgaður öðru af meginefni ritgerðarinnar sem er heimildir dómara til að fara út fyrir kröfur aðila einkamáls. Eftir að gerð hefur verið grein fyrir meginreglu 1. mgr. 111. gr. eml., um hvernig dómari sé að meginstefnu til bundinn af kröfum aðila, verður fjallað um þau tilvik þar sem undantekningar á meginreglunni eru heimilar. Þau megintilvik sem þar um ræðir lúta annars vegar að aðgæslu dómara að formhlið máls og hins vegar að sýknu án kröfu.
  Í 5. kafla er svo farið yfir hitt meginefni ritgerðarinnar, sem er heimildir dómara til að fara út fyrir málsástæður aðila. Gerð er grein fyrir meginreglu 2. mgr. 111. gr. eml., um að dómari sé að meginstefnu til bundinn af málsástæðum aðila, og fjallað um helstu undantekningarnar þar að lútandi, þ.m.t. undantekningu 2. mgr. 111. gr. eml. um atvik sem er getið í framlögðu skjali en aðili hefur ekki hreyft sérstaklega sem málsástæðu. Þá er spjótum jafnframt sérstaklega beint að því að skilgreina málsástæðuhugtakið sem slíkt, enda er skýr skilgreining þess nauðsynleg þegar kemur að því meta heimildir dómstóla í þessum efnum.

Samþykkt: 
 • 5.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐ.pdf740.11 kBLokaður til...05.05.2024HeildartextiPDF