is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17690

Titill: 
 • Fjárskipti milli hjóna. Meginreglan um helmingaskipti og skáskiptaheimild 104. gr. laga nr. 31/1993
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fjölskyldan er grunneining samfélagsins. Kjarni fjölskyldunar má segja að felist í hjúskap, og munu flestir einstaklingar ganga í annað eða bæði á lífsleiðinni. Oft er hugsað um hjúskap sem langtímasamband tveggja maka sem nær til æviloka, en ljóst er að svo er ekki alltaf. Ýmislegt getur komið upp og aðstæður og einstaklingar breyst með tímanum, og hefur það verið nútímalegt sjónarmið í hjúskaparrétti að standa ekki of mikið í vegi fyrir því ef fólk vill ganga úr sambúð eða hjúskap.
  Í dag reynir mikið á fjárskiptareglur milli hjóna og oft er deilt um fjárskiptin. Helmingaskiptareglan er meginregla sem gildir við fjárslit milli hjóna, og mikið þarf til að vikið sé frá henni. Helmingaskiptareglan er þó ekki gallalaus, og því er í vissum tilvikum heimilt að víkja frá henni og beita svokölluðum „skáskiptum“.
  Í þessari ritgerð verða skoðaðar þær höfuðreglur sem gilda um fjárskipti hjóna. Þó verður sérstök áheyrsla lögð á að skoða skáskiptareglu 104. gr. hjskl. sem frávik frá meginreglunni um helmingaskipti. Reynt verður að svara spurningunni um hvort fjárskiptareglur í núverandi mynd sinni séu æskilegasta staðan, eða hvort samfélagsbreytingar kalli á framsæknari túlkun eða jafnvel breytingar á ákvæðum 103. gr. um helmingaskiptaregluna og 104. gr. um skáskipti.
  Í öðrum kafla er að finna almenna umfjöllun um skilnaði hjóna og sögulega þróun helmingaskipta- og skáskiptareglunnar. Umfjöllun um lagalegan bakgrunn hjúskapar og fjárskipta hjóna við skilnað er óumflýjanlegur vegna efnis ritgerðarinnar. Einnig verður þar farið gróflega yfir reglur sem gilda almennt um fjármál hjóna og hafa áhrif á fjárskipti við mögulegan skilnað.
  Þriðji kaflinn er tileinkaður meginreglunni um helmingaskipti. Þar er í byrjun fjallað almennt um fjárskipti milli hjóna. Þá er helmingaskiptareglunni gerð nokkuð góð skil, farið yfir sjónarmið sem liggja að baki henni og hvernig henni er beitt. Farið verður yfir heimildir til að víkja frá henni í afmörkuðum tilvikum og reifaðir dómar umfjölluninni til skýringar.
  Í fjórða kafla er fjallað nokkuð ýtarlega um skáskiptaheimild 104. gr. hjskl. Umfjöllunin í kaflanum verður byggð á skrifum fræðimanna og rannsókn á dómum Hæstaréttar. Sérstaklega er vikið sjónum að þeim dómum Hæstaréttar sem hafa fallið um skáskipti og skoðuð þau efnisatriði sem lögð eru þar til grundvallar. Þá er gert stuttlega grein fyrir skáskiptaheimild norsku hjúskaparlaganna til samanburðar við þá íslensku.
  Loks eru í fimmta kafla niðurstöður og ályktanir dregnar saman af umfjöllunninni í heild. Þar verður velt upp sjónarmiðum og lagarökum um hvort takmarka þurfi vægi helmingaskiptareglunnar með víðtækari skáskiptaheimild, eða hvort að núverandi staða kalli ef til vill ekki á breytingar.

Samþykkt: 
 • 5.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ma_ritg_mbipdf.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna