is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17694

Titill: 
  • Forgangsáhrif Evrópuréttar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessari er ætlað að veita lesandanum heildarmynd af forgangsáhrifum Evrópuréttar gagnvart landsrétti. Henni er skipt upp í átta kafla þar sem leitast er við að kynna hugmyndafræðilegan og sögulegan bakgrunn reglunnar, þróun hennar, eðli og takmarkanir. Þá verða reifaðir fjölmargir dómar frá landsdómstólum aðildarríkjanna sem og dómstóls ESB þar sem reynt hefur á forgangsáhrif og mörk þeirra. Í fyrsta kafla er fjallað um samband landsréttar og þjóðaréttar og sérstakt eðli sambandsréttar. Í öðrum kafla er lítillega fjallað um meginreglurnar um beina réttarverkan, óbeina réttarverkan, bein lagaáhrif og skaðabótaábyrgð ríkja en mest áhersla verður lögð á meginregluna um forgangsáhrif sem er umfjöllunarefni ritgerðar þessarar. Í þriðja kafla er fjallað um réttargrundvöll forgangsáhrifa. Í fjórða kafla er fjallað um tilurð og þróun forgangsáhrifa frá bandalagsrétti til sambandsréttar, frá stjórnarskrá ESB til Lissabon sáttmálans. Í fimmta kafla er fjallað um eðli og gildissvið forgangsáhrifa. Í sjötta kafla er fjallað um forgangsáhrif frá sjónarhóli dómstóls ESB, bæði með hliðsjón af stjórnskipunarlögum aðildarríkjanna og þjóðarétti. Þá er finna ítarlega umfjöllun um stjórnskipulega fjölhyggju í kaflanum. Í sjöunda kafla er fjallað um forgangsáhrif frá sjónarhóli aðildarríkjanna og viðbrögð þeirra við forgangsáhrifum Evrópuréttar. Í kaflanum er að finna umfjöllun um fjölmörg dómafordæmi frá tólf aðildarríkjum þar sem reynt hefur á forgangsáhrif. Í áttunda og lokakaflanum er að finna samantekt og helstu niðurstöður.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forgangsáhrif Evrópuréttar Brynja Halldórs pdf.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna