is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17695

Titill: 
  • Bræðslan. Heimildarmynd um tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgarfirði eystra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi er hluti af meistaraverkefni í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Hún fjallar um kenningar og vinnsluferli miðlunarhluta verkefnisins. Miðlunarleiðin, sem valin var, er heimildarmynd sem nefnist Bræðslan og fjallar um tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgarfirði eystra. Fjallað er um sögu Bræðslunnar, af hverju heimildarmynd varð fyrir valinu sem miðlunarleið og hvernig gekk að framleiða heimildarmyndina. Einnig er talað um kosti og galla heimildarmynda, vandamál í ferlinu og lausnir sem komu í kjölfarið. Myndin er 30 mínútur að lengd og byggist upp á viðtölum við stjórn Bræðslunnar, tónlistarmenn og tónleikagesti. Tilgangur myndarinnar er að varpa ljósi á þá stemningu sem myndast á tónlistarhátíðinni, skoða sögu hátíðarinnar og veita innsýn í undirbúning hennar.

Athugasemdir: 
  • Geisladiskur (Bræðslan - heimildamynd) fylgir prentuðu eintaki ritgerðarinnar sem er varðveitt í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bræðslan greinagerd.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna