is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17696

Titill: 
  • Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla og á fyrstu árum Reykjavíkurskóla 1805-1855
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A. prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Efni hennar er athugun á íslenskukennslu, annar vegar í Bessastaðaskóla, sem starfaði á árunum 1805-1846, og hins vegar á fyrstu árum Reykjavíkurskóla. Verkefnið nær því yfir 50 ára starf skólanna og var ætlað að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum:
    Hvað má lesa úr skýrslum um íslenskukennsluna á Bessastöðum? Hvaða sess hafði íslenska sem grein í stundaskránni? Hvað var kennt og hvernig? Hvaða gagn gerði kennslan? Hvernig rituðu skólasveinar málið? Má hugsanlega greina bein áhrif íslenskukennslunnar á þróun málsins á fyrri hluta 19. aldar?
    Fræðimenn eru sammála um að Bessastaðaskóli hafi haft mikil áhrif á þróun íslensks máls á 19. öld, Hann hafi stuðlað að málhreinsun og að þar hafi orðið til málviðmið sem tungan býr að enn í dag. Mjög lítið hefur þó verið fjallað um íslensku sem námsgrein í skólanum. Ekki virðist mjög mikið hafa verið fjallað um móðurmálskennsluna í Reykjavíkurskóla heldur en ljóst að kennarar þar höfðu einnig mikil áhrif á málstaðalinn og stafsetningu íslensks máls.
    Rannsóknin beindist að skjalasöfnum skólanna en einnig að skjölum Skólastjórnarráðsins í Danmörku sem var yfirvald íslensku skólanna og gaf fyrirmæli um kennsluna, þ.á m. kennslu í íslensku.
    Niðurstöður voru þær að íslenska var alla tíð kennd í Bessastaðaskóla en uppistaða námsins var stílagerð sem í áratugi fólst mest í þýðingum úr dönskum og latneskum lestrarbókum. Vanbúið húsnæði og þrengsli stóðu skólanum mjög fyrir þrifum í faglegum efnum og ljóst er að íslenskukennslan leið fyrir þessi vandræði. Framfaraöflin leystust úr læðingi þegar hið mikla hús Reykjavíkurskóla reis og skólastarf fluttist þangað 1846. Á fáeinum árum gjörbreyttist aðstaðan og straumhvörf urðu í íslenskukennslunni.
    Fjallað er um skrif skólapilta, stíla þeirra og ritgerðir frá ýmsum tímum með hliðsjón af þeim málviðmiðum sem þar koma fram. Ljóst er að þau breyttust mjög á tímabilinu 1830-1850 en engar heimildir fundust frá fyrstu árum Bessastaðaskóla. Skólarnir urðu fyrirmynd nýrra viðhorfa til íslensks máls en í Bessastaðaskóla mótuðust viðmiðin mest með starfi fornmálakennaranna, þeirra Sveinbjarnar Egilssonar og Hallgríms Scheving, er skólapiltar litu til sem fyrirmyndar í málvöndun.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alda Moller BA ritgerd islenskukennsla.pdf882,31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna