Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17700
Aukin eftirspurn eftir líffærum til ígræðslu hefur víðsvegar leitt til nýrrar löggjafar í málaflokki líffæragjafar m.a. lög sem gera ráð fyrir „ætluðu samþykki“ einstaklinga við líffæragjöf. Hér er í fyrsta lagi varpað ljósi á þá fræðilegu umræðu sem leitt hefur til mótunar hugmyndarinnar um „ætlað samþykki“ við líffæragjöf. Sú umræða hefur að mestu átt sér stað meðal fræðimanna innan atferlishagfræði (e. behavioral economics) og nýrra nálganna í opinberri stefnumótun t.d. ósamhverfrar forsjárhyggju (e. asymmetrical paternalism). Í öðru lagi er tilkoma hugmyndarinnar um „ætlað samþykki“ við líffæragjöf og framvinda hennar á Alþingi skoðuð. Notast er við dagskrárkenningu Kingdon til að skýra frá þátttöku hagsmunasamtaka, sérfræðinga og fleiri þátttakenda í stefnumótunarferlinu. Að lokum er komist að þeirri niðurstöðu að tækifæri til að koma hugmyndinni um „ætlað samþykki“ við líffæragjöf í lög á Íslandi hafi hingað til ekki gefist þar sem hún er ekki talin tímabær af nokkrum þátttakendum í stefnumótunarferlinu. Notast var við skriflegar jafnt sem munnlegar heimildir við skrif þessarar ritgerðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Styrmir Erlingsson.pdf | 540.8 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |