is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17701

Titill: 
  • Darraðarljóð – gluggi til annarra heima. Galdur, seiður, leiðsla eða sýn?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Darraðarljóð eru galdra- og furðukvæði sem á engan sinn líka. Það hefur verið flokkað með eddukvæðum enda á það margt sameiginlegt með þeim en varðveislustaður þess hefur tengt það ákveðnum atburði sem varð á ákveðnum stað og stund. Kvæðið er að finna undir lok Brennu-Njáls sögu og er eingöngu varðveitt þar. Í sögunni er það kveðið á sama tíma og Brjánsbardagi fer fram, á föstudaginn langa árið 1014, við Clontarf skammt frá Dyflinni á Írlandi en kvæðið er kveðið í Skotlandi. Sjónarvottur er að öllu saman, maðurinn Dörruður, sem sér valkyrjur setja upp vef úr görnum manna, þær hafa mannshöfuð fyrir kljásteina og slá vefinn með vopnum, til sigurs ungum konungi, sem þær nefna í kvæðinu og því er beint gegn ríkum grami. Allur sá hluti sögunnar sem geymir kvæðið, Brjánsþáttur er fullur með yfirnáttúrlega atburði og furður svo hvergi innan Njálu er saman að jafna.
    Í þessari ritgerð verður kvæðið athugað frá mörgum sjónarhornum. Bragarhættir þess og efni verða tíunduð, staðsetning kvæðisins innan Njálu athuguð og grennslast fyrir um hvaða áhrif kristnar leiðslubókmenntir samtímans hafa haft á söguna. Nokkur önnur kvæði frá íslenskum miðöldum verða einnig athuguð útfrá svipuðum forsendum og spurt: hvenær er kvæði leiðsla og hvenær ekki? En hin goðsögulega fortíð kvæðisins er ekki síður forvitnileg – hvaðan eru minni þess sprottin, er forsaga kvæðisins norræn eða gelísk, hvort tveggja eða eru þau að einhverju leyti hluti af sameiginlegum evrópskum arfi? Vefnaðargaldur kvæðisins verður einnig athugaður og reynt að finna aðrar heimildir tengdar vefnaði og valkyrjum í norrænum sagnasjóði en einnig verður seilst víðar.
    Í kvæðinu opnast glufa inn í goðsögulega veröld eddukvæðanna, Dörruður sem er sjónarvottur að flutningi kvæðisins sér inn í annan heim, þar sem valkyrjur slá blóðugan vefninn og kveða konungi sínum sigur.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17701


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
darradarljod.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna