is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17705

Titill: 
  • Valdsvið dómstóla og löggjafarvalds í ljósi öryrkjadómanna: Gekk Hæstiréttur inn á verksvið Alþingis?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritsmíðar er að greina þær deilur sem mynduðust um valdsvið dómsvalds og löggjafarvalds á Íslandi í kjölfar öryrkjadómanna svokölluðu árin 2000 og 2003. Í þeim deilum toguðust á sjónarmið tveggja meginkenninga um stjórnskipun; annars vegar Westminster módelið svokallaða, sem gerir ráð fyrir þingræði og ráðandi stöðu löggjafarvaldsins, og hins vegar Madisonian módelið, sem gerir ráð fyrir dreifingu valds milli ólíkra þátta ríkisvaldsins. Í dómi Hæstaréttar frá 19. desember 2000 („fyrri öryrkjadóminum“) reyndi í fyrsta sinn á inntak 76. gr. íslensku stjórnarskrárinnar, sem kveður á um réttindi einstaklinga til aðstoðar vegna ýmissa örðugleika. Niðurstaða dómsins var í megindráttum sú að þau réttindi örorkulífeyrisþega sem fælust í almanntryggingalögum væru það takmörkuð að þau samrýmdust ekki 76. gr. stjórnarskrárinnar. Dómarar voru hinsvegar ekki samróma um niðurstöðuna. Helst var deilt um hvort dómsvaldið hefði tekið sér vald löggjafans með því að ákvarða hvað teldust vera lágmarksréttindi einstaklinga. Í seinni öryrkjadóminum fór einstaklingur í mál vegna fyrningar á tekjutryggingu sem hann taldi sig eiga rétt á frá árunum 1994 til 1996. Jafnframt krafðist hann fullrar tekjutryggingar, sem hafði verið skert af honum frá árunum 1999 til 2001 vegna laga nr. 3/2001. Var það mat Hæstaréttar að kröfuréttindi viðkomandi ættu sér stoð í eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar og þ.a.l. væri ekki hægt að skerða tekjutryggingu örorkulíferisþega með íþyngjandi og afturvirkri löggjöf. Í þessari ritgerð verður leitast við að svara því hvort dómsvaldið hafi gengið inn á verksvið löggjafans með þessum tveimur dómum. Niðurstaðan er sú að í umræddum dómum hafi verið horfið frá hugmyndum þjóðþingræðis yfir í margræði, vegna þeirra evrópsku áhrifa sem orðið höfðu á íslensku valdakerfi síðastliðna tvo áratugi.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdsvið dómstóla og löggjafarvalds í ljósi öryrkjadómanna.pdf637.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna