is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17708

Titill: 
  • Hvað kallar á breytingar í opinberum kerfum? Stjórnkerfisbreytingar Reykjavíkurborgar árin 1994 til 2010
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Reykjavíkurborg hefur verið leiðandi afl í stjórnsýslu sveitarfélaga hér á landi um langt árabil og hefur ennfremur leitast við að takast á við þær breytingar sem skapast hafa í ytra og innra umhverfi sínu með því að breyta stjórnkerfi borgarinnar. Á þriðja tug breytinga voru gerðar á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar á árunum 1994-2010. Markmið þessarar ritgerðar er að leita svara við þeim spurningum hvaða ástæður lágu að baki breytingunum og hvaða fræðilegu nálgun megi nota við þá greiningu. Skoðaðar voru allar breytingar sem áttu sér stað á þessu 16 ára tímabili, hvaða vandamál hefðu legið að baki breytingunum, hvort pólitískur vilji hafi verið fyrir þeim og loks hvaða lausnir urðu fyrir valinu. Niðurstöður þessarar greiningar benda til þess að margar þeirra breytinga sem gerðar voru hafi verið nauðsynlegar til þess að skipulag stjórnkerfis borgarinnar væri í takt við þær kröfur sem uppi hafa verið í samfélaginu á hverjum tíma, en aðrar breytingar er erfiðara að skýra og jafnvel má greina að breytingar á stjórnkerfinu hafi verið gerðar breytinganna vegna.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17708


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð MPA 5.5.2014.pdf1.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna