is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17710

Titill: 
 • Þátttökulýðræði. Hlutverk hverfisráða í þátttökulýðræði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hverfisráð þriggja sveitarfélaga voru tekin til rannsóknar með hliðsjón af kenningum um þátttökulýðræði. Rannsóknin fólst í því að skoða virkni þeirra, áhrif þeirra á þátttökulýðræðið og áhrif þeirra á ákvarðanatöku sveitarfélaga. Þau hverfisráð sem tekin voru til skoðunar eru hverfisráð á Akureyri, í sveitarfélaginu Árborg og í Reykjavík. Lögð var sérstök áhersla á hverfisráðin á Akureyri og í Reykjavík. Alls eru 23 hverfisráð starfandi í þessum þremur sveitarfélögum. Níu á Akureyri, þar með talið í Hrísey og Grímsey, fjögur í Árborg og tíu í Reykjavík
  Rýnt var í fundargerðir hverfisráðanna á tímabilinu 2010-2013 og þær greindar. Þannig var leitast við að fá upplýsingar um mál sem tekin voru fyrir á fundum ráðanna og hver væri uppruni mála sem voru þar til umfjöllunar.
  Viðtöl voru tekin, í samræmi við eigindlegar rannsóknaraðferðir, við átta einstaklinga. Fjóra á Akureyri og fjóra í Reykjavík. Viðmælendur voru valdir með tilliti til reynslu af starfi hverfisráða og var rætt við bæjar- eða borgarfulltrúa, embættismenn og hverfisráðsfulltrúar. Viðtölin voru tekin til þess að fá upplýsingar um sýn þeirra á hverfisráðin, tilgang þeirra og markmið, virkni, áhrif þeirra á þátttökulýðræðið og ákvarðanir sveitarstjórnanna.
  Niðurstaða rannsóknarinnar eru þær að virkni hverfisráðanna er mismikil. Þess vegna hafa hverfisráðin eflt þátttökulýðræðið mismikið. Ekki er unnt að finna dæmi um að hverfisráðin hafi haft áhrif á ákvarðanir sveitarstjórnanna í veigamiklum málum.

 • Útdráttur er á ensku

  Three neighbourhood boards were studied in accordance with theories on participatory democracy. The study focused on their effectiveness, impact on participatory democracy and their influence on decision making processes within local governments.
  The neighbourhood boards studied were within the municipalities of Akureyri, Árborg and Reykjavík with an emphasis on boards in Akureyri and Reykjavík. In total there are 23 neighbourhood boards within these three municipalities, nine in Akureyri, including Hrísey and Grímsey, four in Árborg and ten in Reykjavík. Meeting proceedings from 2010 to 2013 were analysed in order to identify issues discussed and their origin.
  Qualitative interviews were also conducted with eight people (four from Akureyri and four from Reykjavík). Interviewees were chosen on the basis of their experience within neighbourhood boards as local Councillors, officials or neighbourhood board members. The main purpose of the interviews were to gain their views on the neighbourhood boards regarding their purpose, effectiveness and impacts on participatory democracy and local government decisions.The study concluded that the activeness of neighbourhood boards varies and therefore the reinforcement of participatory democracy by the neighbourhood boards has also varied. No examples were found where the neighbourhood boards had influenced decisions of local governments on important issues.

Samþykkt: 
 • 5.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17710


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd fragengin.pdf2.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna