is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17717

Titill: 
 • Krossfarar eða kunnáttumenn? Háskólafólk, fjölmiðlar og samfélagsumræða
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þátttöku háskólafólks í opinberri umræðu í gegnum fjölmiðla. Nokkuð hefur verið ritað um ábyrgð háskólafólks gagnvart samfélaginu og þátttöku í samfélagsumræðunni á Íslandi á síðustu árum, þar á meðal í skýrslu Rannsóknar-nefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008. Þar er háskólafólki legið á hálsi fyrir að hafa ekki látið nægilega til sín taka í samfélagsumræðunni í aðdraganda fjármálahrunsins en jafnframt bent á að skilyrði til gagnrýninnar umræðu hafi verið bágborin og tjáningarótta og þöggunar gætt í samfélaginu.
  Gerð var megindleg könnun meðal prófessora, dósenta og lektora við alla íslenska háskóla þar sem markmiðið var m.a. að varpa ljósi á samskipti háskólafólks við fjölmiðla og leita svara við því hvaða reynslu háskólafólk hefði af þátttöku í opinberri umræðu. Jafnframt var kannað hvort tjáningarótta gætti meðal þessa samfélagshóps og hvort einstakir þátt-takendur í könnuninni hefðu sætt gagnrýni eða hótunum af hálfu valdafólks í stjórnmála- og efnahagslífi eftir að hafa tjáð sig við fjölmiðla sem fræðimenn í tileknum málum.
  Niðurstöður sýna að háskólafólk er almennt jákvætt gagnvart málaleitan og fyrir-spurnum fjölmiðla en jafnframt gætir ákveðinnar tortryggni og vantrausts meðal háskólafólks gagnvart fjölmiðlum, ekki síst þegar kemur að framsetningu fjölmiðla á máli vísindamanna og miðlun þekkingar og rannsóknaniðurstaðna úr háskólasamfélaginu í fjölmiðlum.
  Niðurstöður leiða einnig í ljós að háskólafólk telur mikilvægt að vísinda- og fræði-menn láti til sín taka í samfélagsumræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál en jafnframt eru vís-bendingar um að tjáningarótta gæti hjá hluta hópsins. Þannig segist nærri einn af hverjum sex svarendum hafa vikið sér undan því að svara spurningum fjölmiðla vegna ótta við valdafólk í stjórnmála- og efnahagslífi og jafnhátt hlutfall telur líklegt eða mjög líklegt að gagnrýni frá valdafólki í stjórnmálum, efnahagslífi eða atvinnulífi á vísindamenn myndi koma í veg fyrir að hann tjáði sig við fjölmiðla um mál sem hefði mikla pólitíska þýðingu. Enn fremur sýna niðurstöður að rúmlega 20% svarenda hafa sætt gagnrýni af hálfu hagsmunaaðila í atvinnulífi eftir að hafa tjáð sig sem vísinda- eða fræðimenn við fjölmiðla í tilteknu máli og sjötti hver segist hafa mátt þola gagnrýni frá stjórmálamanni eða -mönnum við sömu aðstæður. Sex prósent svarenda segjast svo annaðhvort hafa fengið hótun frá stjórnmálamanni eða -mönnum eða hagsmunaaðilum í atvinnulífi við sömu aðstæður.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this research is to shed some light on academics‘ participation in the general debate in society in the media. Considerable discussion and writings can be found pertaining to the responsibility of academics towards society and the general debate; for example in Althing’s Special Investigation Commission (SIC) report on the collapse of the Icelandic banks in 2008. Icelandic academics are criticized in the report for not speaking out in the years leading up to the crash, while it is also mentioned that conditions for critical debate in Iceland at that time were poor. There were indications of fear of expression and silencing among both academics and the general public.
  A quantitative study was performed among Professors, Associate Professors and Assistant Professors in all Icelandic universities. One of the goals was to shed some light on the academics’ relationship with the media and their experience of participating in the general debate. The aim was also to see if the academics experienced fear of expression and if they had been criticized or threatened, by powerful people in politics or business, for commenting in the media on hot topics in the general debate.
  The results indicate that Icelandic academics are generally positive towards answering requests and questions from the media. Nevertheless, one can detect a certain suspicion among academics towards the media, especially regarding the media´s presentation of the academics’ points of view and the dissemination of knowledge and research from the universities.
  The results also suggest that Icelandic academics find it important to contribute to the general debate on important issues in society. There are indications of a fear of expression among some of the participants. Nearly one in six participants says that he or she has refrained from talking to the media out of fear for the reactions of powerful people in society. Furthermore, a similar number of participants considers it likely or very likely that criticism from powerful people in politics, the economy and business towards an academic would prevent him or her from commenting in the media on a topic of great political significance. The results also show that one in every five participants in the survey has received criticism from people or groups with interests in the economy following a comment in the media, and almost 17% have received criticism from one or more politicians in a similar context. Furthermore, 6% of academics, participating in the research, have been threatened in some way by powerful people of power in similar circumstances.

Samþykkt: 
 • 5.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerd_BG_krossfarar_eda_kunnattumenn.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna