is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1772

Titill: 
  • Hegðun og líðan barna í grunnskóla : hver ber ábyrgð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er þeirri spurningu varpað fram hver beri ábyrgð á hegðan og líðan barna í grunnskóla. Viðfangsefnið var skoðað út frá fræðilegum, lagalegum og samfélagslegum útgangspunktum og stefnumótandi aðgerðum innan skólanna sjálfra. Í fræðilega hlutanum voru skoðaðar helstu kenningar úr fræðasamfélaginu um hegðun og líðan barna í skólum. Í umfjöllun um lagalega rammann var skoðað hvernig hið opinbera tekur á þessu efni með grunnskólalögum, barnalögum, barnaverndarlögin, námskrá grunnskóla og reglugerð um skólareglur í grunnskóla. Einnig var fjallað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samfélagsumræðan var síðan tekin fyrir og skoðað hvernig samtök eins og Heimili og skóli og umboðsmaður barna nálgast þetta viðfangsefni. Að lokum var svo fjallað um nokkrar leiðir sem grunnskólarnir sjálfir nota til að ná stjórn á hegðun og líðan nemenda sinna. Til skólareglur í grunnskóla. Einnig var fjallað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. þess að fá sýnishorn af viðhorfum kennara og skólastjórnenda til þessara þátta voru tekin viðtöl við tvo skólastjórnendur og fjóra kennara sem allir voru með meira en tíu ára starfsreynslu. Einn skólastjóri og einn kennari úr litlum skóla (30-50 nem.) og einn skólastjóri og þrír kennarar úr stærri skóla (um 500 nem.) Könnunin var byggð á eigindlegri rannsóknaaðferð. Lagðar voru tíu spurningar fyrir viðmælendur, viðtölin tekin upp og afrituð orðrétt. Farið var yfir viðtölin og reynt að draga saman í heildstæða mynd af skoðunum viðmælenda.
    Helstu niðurstöður úr rannókn þessari voru þær að út frá skólastarfi almennt þá töldu viðmælendur það ekki nægjanlega skýrt hver bæri ábyrgð á hegðun og líðan nemenda í grunnskólum. Viðmælendur virtust telja að eins og staðan væri í dag þá lægi ábyrgð á hegðun og líðan barna hjá skólunum frekar en hjá heimilunum og þróunin væri í þá átt að hún væri að færast meira til skólanna. Hvað lagaumhverfið varðaði þá kom greinilega fram hjá viðmælendum að þeir teldu litla stoð vera í lögum og reglugerðum. Í samfélagsumræðunni töldu viðmælendur sig sjá tilhneigingu hjá foreldrum til að ýta ábyrgð á hegðun og líðan barna yfir á skólanna. Þó töldu viðmælendur að samtök eins og Heimili og skóli hafi mjög jákvæð áhrif á umræðuna. Viðmælendur vildu allir sjá meira samstarf við heimilin og að foreldrar væru meðvitaðri um þá ábyrgð sem þeir bera á börnum sínum.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 24.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
360 29.apr.pdf451.11 kBLokaðurHegðun og líðan grunnskólabarna. Hver ber ábyrgð?PDF