is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17721

Titill: 
  • Hvar liggur löggjafarvaldið? Staða Alþingis sem löggjafa gagnvart EES-samningnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er markmiðið að skoða hvaða áhrif aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum) hefur haft á stöðu Alþingis sem löggjafarvalds og hverju full aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) myndi mögulega breyta í þeim efnum. Þá verður staða þjóðþinga hinna tveggja EES/EFTA-ríkjanna (Noregs og Liechtenstein) tekin til skoðunar með það að markmiði að fá samanburð. Til að fá mynd af því hverju full aðild að ESB gæti breytt verður litið á stöðu danska þingsins en Danmörk hefur verið aðili að ESB síðan 1973. Niðurstöðurnar eru þær að aðild Íslands að EES-samningnum hefur grafið undan raunverulegu löggjafarvaldi Alþingis á þeim sviðum sem undir samninginn falla (málefni innri-markaðarins) en formlega hefur löggjafarvaldi ekki verið fórnað þar sem Alþingi (og hin EES/EFTA-þjóðþingin) hefur neitunarvald gagnvart þeim ESB-gerðum sem koma til meðferðar þeirra. Neitunarvaldinu hefur þó aldrei verið beitt vegna ótta við afleiðingar þess en er engu að síður ákveðin möguleiki sem tryggir formlega stöðu löggjafarvaldsins. Þá ber að hafa í huga að ESB-gerðir sem innleiða á í EES-samninginn koma ekki til formlegrar meðferðar Alþingis nema að lagabreytingu þurfi til en langflestar ESB-gerðir hafa þegar stoð í gildandi lögum og er því hægt að innleiða þær beint án formlegrar aðkomu Alþingis. Það er því ljóst að nokkuð hefur dregið úr löggjafarvaldi Alþingis vegna EES-samningsins. Alþingi gæti styrkt stöðu sína að vissu leyti með fullri aðild Íslands að ESB þar sem það gæti þannig haft áhrif á Evrópustefnu stjórnvalda á svipaðan hátt og Evrópunefnd danska þingsins gerir en þarlendir ráðherrar sækja samningsumboð til hennar áður en haldið er á fund í Ráðherraráðinu í Brussel. Þó ber að hafa í huga að með fullri aðild myndi öll löggjöf ESB öðlast beint lagagildi á Íslandi án aðkomu Alþingis en á móti kemur að möguleiki til raunverulegra áhrifa væru til staðar á fyrri stigum.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this dissertation is to examine the effect Iceland´s participation in the European Economic Area (EEA) through the EEA-agreement has had on the legislative powers of the Icelandic parliament (Althingi) and to what extent full EU-membership would change the situation in that matter. The status of the national parliaments in the other two EEA/EFTA-states (Norway and Liechtenstein) will also be examined for comparison. To get a picture of what full EU-membership would mean in this regard the status of the Danish parliament will be examined but Denmark has been an EU-member since 1973. The conclusion is that the participation of Iceland in the EEA through the EEA-agreement has undermined the real legislative powers of the parliament regarding those policy areas falling under the scope of the agreement (EU´s internal market policy) but formally the legislative powers have not been sacrificed since Althingi (as well as the parliaments of Norway and Liechtenstein) have a formal veto power over EU-laws. However the veto power has never been applied since there is a certain fear of what the consequences might be. It is still however an important tool which to a certain extent preserves the formal legislative powers of the EEA/EFTA-states. Then it has to be taken into consideration that a big part of EU-legislation which has to be implemented into the EEA-agreement already has a basis in existing national laws and can therefore be implemented directly. It is therefore quite clear that the legislative power of Althingi has been substantively reduced. Althingi could reassert some of its lost legislative powers if Iceland would join the EU as it could then influence the government´s EU-policy in similar manner as the Danish parliament´s EU Affairs Committee (EAC). In Denmark government ministers have to seek consulting with the EAC before they go to Council meetings in Brussels. However it has to be taken into consideration that full EU-membership also requires that all EU-law (not only those falling under the EU Internal Market) becomes directly applicable nationally without any input from national parliaments. Yet with full EU-membership of Iceland, Althingi would gain real possibilities to have real influence on early stages in the EU law-making process.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jón Skjöldur Níelsson Meistararitgerð í Evrópufræði 2014.pdf888.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna