is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17723

Titill: 
 • Er bann við gengistryggingu lána í íslenskum krónum brot á 40. gr. EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns?
 • Titill er á ensku Is the prohibition of exchange rate indexation of loans in króna under Icelandic law incompatible with Article 40 EEA on the free movement of capital?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með tímamótadómum uppkveðnum 16. júní 2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að binding lánsfjár í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla brjóti í bága við ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þar með er komin upp sú staða að samningsákvæði tugþúsunda lánasamninga eru ógild. Í kjölfarið hefur Eftirlitsstofnun EFTA gefið út rökstutt álit þess efnis að með því að banna gengistryggingu lána í íslenskum krónum hafi Ísland ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt 40. gr. EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns. Ritgerðinni er ætlað að svara því hvort að bannið feli í raun í sér hindrun á frjálsum fjármagnsflutningum.
  Í öðrum kafla ritgerðarinnar er farið yfir hvernig löggjöf um gengistryggingu lána hefur verið háttað í íslenskum rétti frá 1960 til 2001. Þá verður farið ítarlega yfir ákvæði vaxtalaga um heimildir til verðtryggingar, og umfang bannsins við gengistryggingu afmarkað með hliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar.
  Í þriðja kafla ritgerðinnar verður fjallað um grunnreglu EES/ESB-réttar um frjálst flæði fjármagns. Forsaga 40. gr. EES-samningsins er rakin til 67. gr. Rómarsáttmálans, og þróun reglunnar í ESB og EES-rétti rakin til dagsins í dag. Farið verður yfir tildrög innri markaðar Evrópusambandsins, og afmarkað hvað felst í EES-samningnum. Þá verður gerð grein fyrir nánum tengslum EES og ESB réttar. Inntak reglunnar um frjálsa fjármagnsflutninga verður skýrt með hliðsjón af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins ásamt skrifum fræðimanna. Þannig er kannað hvað felst í hugtakinu „fjármagnsflutningar“, ásamt því sem tekið verður til skoðunar hvað felst í því að reglan banni „mismunun“ og „höft“ á frjálsum flutningi fjármagns á milli samningsaðila. Þá er skoðað hvað réttlæti hindranir á frjálsum fjármagnsflutningum.
  Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem fram komu í kafla 2 og 3 er rannsóknarspurningu ritgerðarinnar svarað í kafla 4. Mál ESA og Íslands verður fyrst kynnt stuttlega. Í kjölfarið verður rannsakað á kerfisbundinn hátt í fyrsta lagi hvort að bannið við gengistryggingu varði fjármagnsflutningum, í öðru lagi hvort að það feli í sér mismunun eða hindrun á frjálsu flæði fjármagns á milli samningsaðila EES-samningsins, og í þriðja lagi hvort að bannið sé réttlætanlegt.

Samþykkt: 
 • 5.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17723


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsida.pdf36.89 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Hannes Sigurgeirsson.pdf945.11 kBLokaður til...31.12.2060HeildartextiPDF