is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17724

Titill: 
  • Kaupæði & kokteilkjólar. Þróun og einkenni skvísubókmennta, megin þættir í útgáfu og hönnun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skvísubækur hafa lengi verið vinsælt afþreyingarefni meðal kvenna en hafa þó verið gagnrýndar fyrir einfalt útlit og efnistök sem minni ekki á vönduð bókmenntaverk. Þær eru gagnrýndar fyrir yfirborðskenndar lýsingar, fyrir að sýna neyslu- og efnishyggju í jákvæðu ljósi. Ásamt því samræmast bækurnar ekki hugmyndafræði femínismans. Í eftirfarandi ritgerð verður fjallað um skvísubækur eða „Chick Lit“ og lögð verður áhersla á erlendan markað. Megin umfjöllunarefnið er upphaf greinarinnar, þróun í gegnum árin, helstu einkenni, markhópur og viðtökur meðal almennings. Spurt er hvort greinin sé að deyja út og hvers vegna bækurnar séu ekki eins vinsælar í dag og þær voru fyrir rúmlega tíu árum. Gagnrýnisraddir koma úr ólíkum áttum og hafa femínistar gagnrýnt greinina harðlega m.a. fyrir að stuðla að staðlaðri kvenímynd, útlitsdýrkun, fyrir að taka léttvægilega á vandamálum og leggja ekki áherslu á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Greinin er talin vera náskyld rómantískum sögum en kannað verður að hvaða leyti þær eru líkar og ólíkar. Uppbygging sögunnar og sögusvið er ólíkt, aðalpersónur hafa önnur hlutverk og útlit bókanna er yfirleitt fremur ólíkt. Fjallað verður um vinsælar skvísubókmenntir líkt og Shopaholic, Bridget Jones´s Diary, The Devil Wears Prada og Sex and the City ásamt fleiri bókum. Sameiginleg skvísubókareinkenni þessara bóka verða rædd, farið verður yfir efnistök og vinsældir bókanna. Í síðasta kaflanum verður fjallað um það sem snýr að útgáfuferlinu. Til að gera vandaðan prentgrip er nauðsynlegt að hafa góða bókakápu, rætt verður hvað ber að hafa í huga við hönnun. Skvísubækur eru þekktar fyrir að hafa sameiginleg útlitseinkenni þegar kemur að hönnun. Tekin verða dæmi um bókakápur á skvísubókum sem verða einnig sýnd myndrænt. Þegar bók er gefin út þarf handritið að fara í gegnum ákveðið ferli þar sem ritstjóri, höfundur, hönnuður og útgáfuaðilar þurfa að vinna saman við að gefa út vandað verk sem vekur athygli og ánægju lesenda.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg_Hauksdóttir.pdf1.26 MBLokaður til...10.05.2034HeildartextiPDF