is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17732

Titill: 
  • „Getur nokkur stöðvað Hillary?“ Orðræða bandarískra fjölmiðla um Hillary Rodham Clinton
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sviðljósið hefur ákaft beinst að Hillary Rodham Clinton síðan eiginmaður hennar var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 1992. Hún virtist umbylta staðalmynd hinnar bandarísku eiginkonu og jafnframt staðalmynd forsetafrúarinnar og fjölmiðlar sýndu henni mikinn áhuga. Árið 2007 tilkynnti Hillary Clinton að hún myndi gefa kost á sér í forkosningum Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Í kjölfarið fjölluðu fjölmiðlar um Clinton sem aldrei fyrr og oftar en ekki snerist umfjöllunin um kyn hennar og karllæga eiginleika. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að skoða orðræðu bandarískra fjölmiðla í kosningabaráttu Hillary Clinton þegar hún bauð sig fram sem forsetaefni Demókrata 2008 í samanburði við þá orðræðu sem hefur þegar farið af stað fyrir mögulegt framboð hennar til forsetaembættisins 2016. Sérstaklega verður til skoðunar hvort kyn Clinton hafi haft áhrif á það hvers konar orðræða skapaðist. Til þess að setja umfjöllun fjölmiðla um forsetaframboð Hillary Clinton í samhengi verður umfjöllun þeirra um hana sem forsetafrú, öldungadeildarþingmann og utanríkisráðherra Bandaríkjanna einnig til skoðunar. Að auki verður fjallað um kenningalegan bakgrunn efnisins sem snýr að femínisma, stjórnmálum og dagskrárvaldi fjölmiðla. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar sýna að fjölmiðlar virðast að vissu leyti ekki hafa breytt miklu í umfjöllun sinni um Clinton á milli áranna og snýst hún enn töluvert um kyn hennar og karllæga eiginleika. Með útbreiðslu félagsmiðla og auknu fjölmiðlalæsi kjósenda virðast þeir þó mun síður móttækilegir fyrir slíkri umfjöllun en áður.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
,,Getur nokkur stöðvað Hillary?%22 - Berglind Jónsdóttir 2014.pdf566.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna