Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17735
Markmið þessarar ritgerðar er að skoða sameiginleg einkenni með þjóðarmorðum og þjóðernishreinsunum nasista í seinni heimsstyrjöldinni og þeim atburðum sem áttu sér stað í borgarastríðinu í Júgóslavíu frá 1991-1995. Ritgerðin er heimildaritgerð þar sem stuðst var við fræðilegar heimildir. Ritgerðin útskýrir hugtökin þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir þar sem ólíkum skoðunum um þessi tvö hugtök er lýst og hvað það er sem einkennir hugtökin. Til að skilja þessi hugtök betur er umræðan um þjóðernishyggju nauðsynleg það er sú hugmyndafræði sem gefur möguleika til þess að skilgreina hugmyndir um þjóðerni. Tilfellin tvö sem tekin eru fyrir í þessari ritgerð eru þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir nasista í Evrópu sem að jafnaði eru kennd við helför gyðinga og svo borgarastríðið í Júgóslavíu frá árunum 1991-1995. Þetta eru án efa tveir hrottalegustu atburðir sem hafa átt sér stað í Evrópu á tuttugustu öld og voru drifnir áfram af þjóðernishatri með það markmið að skapa þjóðernislega hreint landsvæði fyrir sinn þjóðernishóp. Með því að bera þessa tvo atburði saman er hægt að sjá að sameiginleg einkenni þeirra ná mun dýpra en að deila sömu öld og voru báðir drifnir áfram af þjóðernishatri. Það helsta sem skilur þessa atburði að er endanlegt markmið nasista.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir í Evrópu á tuttugustu öld Sameiginleg einkenni herfarar nasista og borgarastríðsins í Júgóslavíu frá 1991-1995.pdf | 391.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |