is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17737

Titill: 
 • „Já þú veist, það var sleppt þessum kafla.“ Um forsendur jafnréttis og kynfræðslu og fræðslu um klám og kynferðislegt ofbeldi í 6. og 7.bekk
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar voru fræðslumál sem snúa að jafnrétti kynjanna, kynfræðslu, klámi og kynferðislegu ofbeldi í 6. og 7.bekk grunnskólans. Megintilgangur rannsóknarinnar var að skoða forsendur fyrir umræðu og fræðslu um þessi málefni á miðstigi grunnskólans. Niðurstöðurnar setti ég í samhengi við kenningar Sylviu Walby um kynjakerfið, Kenningar Pierre Bourdieu um menntun og kenningar John Berger um kynjuð valdatengsl. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt en tekin voru opin einstaklingsviðtöl við lífsleikni kennara, skólahjúkurnarfærðinga og talskonu samtaka sem sér um fræðslu í grunnskólum. Tekin voru 4 rýnihópaviðtöl við nemendur um þeirra upplifun af kennslunni og viðhorf þeirra til umræðu og fræðslu um þessi mál. Viðmælendur voru alls 26 talsins.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ýmislegt sé ábótavant þegar kemur að fræðslumálum sem þessum.. Vöntun virðist vera á kennsluefni sem snerta þessi málefni. Nám kennara þarf að fjalla um jafnrétti, klám og kynferðislegt ofbeldi ef þeir eiga að getað frætt nemendur um þessi mál. Upplifun nemenda var að lítið hefði verið fjallað um jafnrétti kynjanna, klám og kynferðislegt ofbeldi í 6. og 7.bekk. Nemendur töldu að drengir í 6. og 7. bekk væru byrjaðir að horfa á klám og höfðu flestir viðmælendurnir séð klám. Lítil vitneskja var um kynferðislegt ofbeldi í rýnihópunum og vissu fæstir nemendur hvert skildi leita ef kynferðislegt ofbeldi ætti sér stað. Nemendur sögðust vilja fá meiri fræðslu um þessi málefni.

 • Útdráttur er á ensku

  The topic of this essay is education on gender equality, aex education, pornography and sexual violence in the sixth and seventh grade of elementary school. The main purpose of this research is to look at why it is important to discuss and educate students on these matters during elementary school. I put the results in context whith Silvia Walby's theories on patriarchy, Pierre Bourdieu's theories on education and social theory, and John Berger's theory ways-of-seeing. The research was qualitative and consisted of interviews with research subjects shuch as life skills teachers, shool nurses and a spokesperson for an organization that offers sex education in elementary schools, where tey could answer freely. Also, there were four focus group interviews. The foucus groups consisted of students and the topic was their experience of learning sex education, their views on the discussion of these matters and what they had learned in the process. 26 people were interviewd in total.
  The results indicate that the present system of sex education is defective. There is not enough teaching material on the subject. When teaching education there needs to be focus on gender equality, pornography and sexual violence if teachers are to be able to instruct students on these matters. The students' experience was that there was little to none taught on gegnder equality, pornigaphy and sexual violence in sixth and seven grade. Students thought that most boys in sixth and seventh grade had already began whatching pornography and most of the interviewees had seen a pornographic film. There was little knowledge about sexual violence in the focus groups and few students knew where to reach out for help if sexual violence had occurred. The students agreed that they wanted further education on these matters.

Samþykkt: 
 • 5.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð Rósa Björk.pdf928.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna