is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1774

Titill: 
  • Lestur : forsendur, þróun og kennsluaðferðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu verður fjallað um forsendur til lesturs, greint verður frá lestrarferlinu frá upphafi náms til læsis og nokkrar aðferðir til lestrarkennslu skoðaðar. Aðferðin LTG, eða lestur á talmálsgrunni verður skoðuð ítarlega og kennsluáætlun gerð eftir henni. Einnig verður fjallað um rannsókn sem höfundur ritgerðarinnar framkvæmdi í leikskólum á Akureyri. Tilgangurinn með þessari rannsókn var að skoða hvaða áherslur væru helstar á undirbúningi fyrir grunnskólanám í leikskólunum á Akureyri. Langaði rannsakanda að kanna hvort og hvernig starfsfólk leikskólanna undirbýr nemendur sína fyrir lestrarnám í grunnskóla og fyrir hvaða nemendur undirbúningurinn er. Einnig var spurt um samstarf við grunnskólana, hvernig því væri háttað og hvort það samstarf miðaði að undirbúningi fyrir elsta árgang leikskólanna og/eða einnig fyrir aðra. Að lokum var spurt um viðhorf þátttakenda til undirbúnings leikskólabarna fyrir grunnskólanám, hver þeir telji að eigi að sjá um það og hvaða skoðun þátttakendur hafa á því hvort aðalnámskrá leikskóla eigi að kveða nánar á um skipulagða lestrarkennslu fyrir elstu nemendur sína.
    Af niðurstöðum rannsóknarinnar má sjá að um sjötíu prósent af leikskólum bæjarins leggja upp úr því að auðvelda nemendum sínum skiptin milli leik- og grunnskóla. Starfsfólk leikskólanna virðist almennt leggja mikið upp úr því að skipulegga hópastarf á eldri deildunum með skólaundirbúning í huga þar sem börnin fá tækifæri til að kynnast grunnskólabörnum, heimsækja og skoða vistarverur grunnskólanna og aðlagast tilhugsuninni um skólaskiptin. í langflestum leikskólum er þátt tóku í rannsókninni var stuðlað að lestri á fjölbreyttan og markvissan hátt og víða metnaðarfullt lestrarstarf í gangi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu líka í ljós að leikskólakennararnir sem tóku þátt í rannsókninni eru almennt á þeirri skoðun að undirbúningur barna fyrir grunnskólanám eigi að vera samstarf skólanna og foreldra. Flestir þeirra eru þó á móti því að setja eigi ákvæði um formlegan lestrarundirbúning fyrir elstu börn leikskólanna inn í aðalnámskrá.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 24.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1774


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lestur_e.pdf59.29 kBOpinnLestur - forsendur, þróun og kennsluaðferðir-efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
lestur_u.pdf39.53 kBOpinnLestur - forsendur, þróun og kennsluaðferðir-útdrátturPDFSkoða/Opna
lestur_h.pdf101.32 kBOpinnLestur - forsendur, þróun og kennsluaðferðir-heimildaskráPDFSkoða/Opna
lestur.pdf631.77 kBLokaðurLestur - forsendur, þróun og kennsluaðferðir-heildPDF