Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/17742
Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvernig ólík sjónarhorn náttúruverndar og menningarlegrar þjóðernishyggju komu til við friðun Þingvalla. Til þess verður stuðst við helstu nálganir fræðimanna um þjóðir og þjóðernishyggju með áherslu á hugtök eins og sjálfsmynd þjóðar og sameiginlegar minningar. Hugmyndir Íslendinga um Þingvelli hafa tekið breytingum, frá því að vera taldir hrjóstugir og lítið áhugaverðir, yfir í hjartastað þjóðarinnar á örfáum áratugum. Skrif helstu áhrifamanna sjálfstæðisbaráttunnar skýra þessa þróun. Þeir lögðu áhersla á þjóðveldistímann í sögu þjóðarinnar, þegar hún var frjáls frá erlendu yfirvaldi, og notuðu það sem réttlætingu fyrir sjálfstæði. Þingvellir, sögusvið þjóðveldisins, varð þannig að sameiningartákni þjóðarinnar. Atburðarás friðunar og aðgerðir ríkisins í málinu einkenndust af þessari söguskoðun. Hvað telst sem friðun á Þingvöllum hefur einnig tekið breytingum í gegnum tíðina. Skógrækt var stunduð af krafti fyrstu áratugina eftir friðun en nú þykja þær erlendu trjátegundir og nytjaskógar sem grisjaðir voru í lok 20. aldar ganga gegn hugmyndafræði og tilgangi þjóðgarða um að náttúran fái að lifa óáreitt af manninum. Þetta sýnir hvernig tilurð þjóðgarðsins á Þingvöllum byggði frekar á menningarlegri þjóðernishyggju en nokkru öðru. Í dag er verndunarstefna Þingvalla náttúrumiðaðari, en hún mun alltaf eiga tilvist sína sem þjóðgarð að þakka viðhorfum sjálfstæðisbaráttunar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Friðun Þingvalla - Jökull Torfason.pdf | 450,12 kB | Open | Heildartexti | View/Open |