is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17743

Titill: 
 • Að stíga skrefið. Reynsla kvenna af því að slíta ofbeldissambandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi fjallar um reynslu kvenna af því að slíta ofbeldissambandi við karla. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin tíu viðtöl við jafn margar konur. Rannsóknin skiptist í níu kafla. Í þeim fyrsta er fjallað um bakgrunn viðfangsefnisins, takmarkanir rannsóknarinnar og helstu hugtök skilgreind. Í öðrum kafla er fræðileg umfjöllun, samantekt um fyrri rannsóknir og þau úrræði sem standa konum í þessari stöðu til boða og tilgangur rannsóknarinnar kynntur. Þriðji kafli gerir grein fyrir þeim aðferðum sem notaðar voru við framkvæmd rannsóknarinnar, gagnasöfnun og úrvinnslu, auk rannsóknarspurningarinnar. Fjórði til áttundi kafli fjalla síðan um niðurstöður rannsóknarinnar. Í níunda og síðasta kaflanum er rannsóknarspurningunni svarað með því að draga saman helstu niðurstöður ásamt umræðum.
  Niðurstöður benda til þess að það valdi konum mikilli streitu að slíta ofbeldissambandi. Sambandsslitunum getur fylgt hræðsla við karlinn, áhyggjur af fjármálum og húsnæði auk fordóma frá samfélaginu. Allar áttu konurnar við heilsufarsleg vandamál að stríða, líkamleg og andleg, bæði á meðan á sambandinu stóð og eftir að því lauk. Helmingur kvennanna er ekki á vinnumarkaði í dag sökum veikinda. Auk þessa töldu konurnar að þau úrræði sem komið geta konum í þessari aðstöðu til hjálpar væru ekki nægilega góð og að breytinga væri þar þörf.
  Lykilorð: Heimilisofbeldi, Úrræði, Félagsfræði, Eigindleg rannsókn

 • Útdráttur er á ensku

  This study focuses on the experiences of women ending a violent relationship with men. The research method was qualitative and ten participants were interviewed. The thesis is divided into nine chapters. The first chapter focuses on the background of the subject, the limitations of the study and key terms are defined. The second chapter contains a theoretical discussion and a summary of previous research in the field. Also the resources available to help women in this situation are studied and the purpose of the study presented. The third chapter explains the methods used in the conduct of the study, data collection and processing, as well as the research question. Chapter four through eight then covers the results of the study and in the ninth and final chapter the research question is answered by summarizing main conclusions from the study and discussions.
  Results indicate that women suffer significant stress when a violent relationship ends. Fear of the man, worries about finances and housing as well as prejudices from society are examples of symptoms of stress. All of the women experienced health problems, physical and mental, both during the relationship as well as after it ended. Today half of the women are unemployed due to illness. In addition, the women felt that the resources available to help women in this situation were not sufficient and that changes were needed there.

Samþykkt: 
 • 5.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valgerdur_Kristjansdottir_MA.pdf641.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna