is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17754

Titill: 
  • Staða og áhrif Frakklands í alþjóðakerfinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Frakkland er stærsta landið í Vestur-Evrópu og eitt af fjölmennari löndum Evrópusambandins. Ríkið er eitt af fimm löndum sem á fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Í landinu er töluð tunga sem heyrist í hvert sinn sem Ólympíuleikarnir eru settir, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er haldin og tungumálið er eitt af fáum vinnutungumálum Sameinuðu þjóðanna. Ríkið er því valdamikið í alþjóðasamfélaginu, með völd og áhrif langt út fyrir sín landamæri með sterk ítök í alþjóðastofnunum eins og ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hins vegar hefur það viljað brenna við að almenningsálitið er á þann veg að veldi Frakklands fari hnignandi.
    Í þessari ritgerð verður skoðað hvort þessi útbreidda skoðun eigi við rök að styðjast. Farin var sú leið að skoða svæði í heiminum þar sem Frakkland hefur sögulega verið sterkast, í Afríku, Mið-Austurlöndum og Evrópu sjálfri. Ritgerðin er eigindleg heimildarritgerð. Í ritgerðinni verður stuðst við stofnanakenningar, realisma og constructivisma til að greina aðgerðir Frakklands á mismunandi tímum við mismunandi kringumstæður.
    Niðurstöðurnar voru nokkuð á skjön við það sem sýndist við fyrstu sýn. Frakkland virðist halda sínum hlut nokkuð vel þegar ríkið er borið saman við Bretland. Staða Frakklands í alþjóðakerfinu virðist m.a.s. vera að styrkjast í alþjóðakerfinu frekar en að veikjast. Séu Bandaríkin tekin með í reikninginn hallar frekar á Frakkland en ekki þannig að staða ríkisins fari versnandi heldur sé hún svipuð og hún hefur verið í þónokkur ár.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð, fullbúin 5. maí 2014 nr 2.pdf850.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna