is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17755

Titill: 
  • Áhrif opinna prófkjara á pólitíska forystu í Keflavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þessari er gerð úttekt á pólitískri forystu í Keflavík árin 1950-1994. Bakgrunnur, einkenni og tengsl þeirra 43 einstaklinga sem kosnir voru til setu í bæjarstjórn Keflavíkur tímabilið 1950-1994 eru könnuð og greind. Skoðað er hvort og hvernig þau breytast og athugað hvort greina megi ákveðin sérkenni á forystu hvers stjórnmálaflokks fyrir sig í bæjarfélaginu. Opin prófkjör verða ráðandi aðferð til uppröðunar framboðslista í Keflavík frá og með árinu 1970. Kannað er hvort greina megi breytingar á pólitískri forystu í bæjarfélaginu eftir 1970, þ.e.a.s. hvort breytingar á framboðsaðferðum breyti pólitískri forystu í Keflavík.
    Helstu niðurstöður sýna að breytingar verða á samsetningu bæjarfulltrúa í Keflavík en ólíklegt er að rekja megi þær til breyttra framboðsaðferða. Þá breytist tíðni endurnýjunar bæjarfulltrúa ekki með tilkomu opinna prófkjara og flokkarnir endurnýja bæjararfulltrúa sína á sama hátt allt tímabilið, opin prófkjör breyta engu í því efni. Greina má mjög skýr sérkenni og tengsl hjá forystu hvers flokks í Keflavík sem taka ekki breytingum með tilkomu opinna prófkjara. Hinsvegar fylgja opnum prófkjörum tíðari skipti á oddvitum framboðslista, í mestu mæli hjá Sjálfstæðisflokknum í Keflavík.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerð2014_eysteinn_lok.pdf827.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna