is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17757

Titill: 
  • „Heill þú farir.“ Um sögulegan breytileika í íslenskum kveðjum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um sögulegan breytileika í íslenskum kveðjum út frá hugmyndum um talgjörðir (e. speeh acts). Slík nálgun gefur kost á að aðgreina hlutverk og form og leyfir að sambandið þar á milli sé kannað. Ætlunin er einkum að setja íslenskar kveðjur í samhengi við umfjöllun um erlendar kveðjur og draga ályktanir um uppruna og eðli þeirra eðli. Gerð verður grein fyrir hvers konar breytingar hafa átt sér stað og leitast við að svara hvort þær séu bundnar við að nýjar kveðjur taki við af gömlum eða hvort greina megi annars konar breytileika. Segja má að efnið falli undir það svið málvísindanna sem kallað hefur verið söguleg málnotkunarfræði (e. historical pragmatics), en lítið sem ekkert hefur áður verið skrifað um það á íslensku.
    Í athugunum á íslenskum nútímakveðjum var að miklu leyti stuðst við eigin málþekkingu, spjall við einstaklinga og almennar umfjallanir um stakar ávarpskveðjur, en lítið er til af fræðilegum skrifum um þetta efni. Við athugun á eldri kveðjum var hinsvegar einkum stuðst við Íslenskt textasafn og Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að íslenskar kveðjur og þróun þeirra sé sambærileg kveðjum sem finna má í öðrum tungumálum, svo sem ensku. Þetta má til að mynda sjá á uppruna orðasambandanna sem er allt frá athyglisföngurum og spurningum yfir í óskir, staðhæfingar og tökukveðjur. Þrátt fyrir að talgjörðirnar að heilsa og kveðja séu náskyldar má samt sem áður greina tilhneigingu í að halda þeim aðskildum með formlegum þáttum, til dæmis með orðaröð (sæll vertu andspænis vertu sæll). Þá er sögulegur breytileiki ekki bundinn við að ný orðasambönd komi í stað gamalla, heldur má einnig greina þróun innan svipaðra eða sambærilegra orðasambanda. Þetta sést einkum þegar kveðjur með lýsingarorðinu heill eru skoðaðar frá mismunandi tímum íslenskunnar.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerd_Sigridur_Saeunn_Sigurdardottir.pdf662,31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna