is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17760

Titill: 
 • Íslenskukennsla á upplýsingaöld. Nám og kennsla í framhaldsskólum í ljósi nýrrar tækni
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tölvur og ýmis nettengd tæki sem veita aðgang að gífurlega magni upplýsinga eru notuð í sífellt auknum mæli í samfélaginu. Þróunin hefur áhrif á skólakerfi nútímans, kennarinn er ekki lengur helsti miðlari þekkingar í skólastofunni heldur leiðbeinandi sem aðstoðar nemendur í þekkingarleit. Í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 birtist ný menntastefna í samræmi við lög um framhaldsskóla frá 2008 og boðar hún skipulags- breytingar í takt við nútímatækni og áskoranir á upplýsingaöld. Í ritgerðinni er fjallað um áhrif upplýsingasamfélagsins og almennrar tækninotkunar á síðustu árum á nám og kennslu. Sjónum er sérstaklega beint að námsgreininni íslensku í framhaldsskólum, sem hefur sérstöðu því viðfangsefni hennar, móðurmálið, tengist öðrum námsgreinum sem og sjálfsmynd nemenda. Henni er auk þess ætlað yfirgripsmikið hlutverk í menningarmótun nemenda. Í ritgerðinni er rætt um þetta hlutverk íslenskukennslu og leitast við að svara því hvaða áhrif tækniframfarir nútímans og ný menntastefna hefur á kennslu íslensku í framhaldsskólum. Fjallað er um námsaðferðir og kennsluhætti, en einnig inntak námsins og námsefni í ljósi upplýsinga- og samskiptatækni. Þá er fjallað um helstu áskoranir kennara og kennaramenntunar á upplýsingaöld.
  Til þess að markmið íslenskunáms um læsi, tjáningu og málfærni nemenda til virkrar samfélagsþátttöku náist þarf íslenskukennsla að vera heildstæð og námsþættir hennar að tengjast innbyrðis á skýran hátt. Á upplýsingaöld fer málnotkun fram í víðara samhengi en áður og þarf umfjöllun um mál og málnotkun í íslenskukennslu að taka mið af því. Auk þess þarf að leggja áherslu á læsi í víðum skilningi. Upplýsingaflæði er stöðugt í nútímanum í gegnum fjölbreytt tæki og miðla og þurfa nemendur að læra að velja úr og leggja mat á gildi og áreiðanleika upplýsinga á gagnrýninn hátt.
  Á breytingatímum þarf að huga að hlutverki og menntun kennara og faglegu samstarfi þeirra á milli. Ný tækni skapar tækifæri í stafrænni námsefnisgerð og kennsluháttum þar sem áhersla er lögð á hæfni og virka þátttöku hvers nemanda. Til að grípa þau tækifæri þarf notkun tækninnar í skólastarfi að vera innbyggð í menntun allra kennara en þrátt fyrir lengingu kennaranáms virðist skorta meiri hagnýtan undirbúning. Koma þarf á auknu þverfaglegu samstarfi milli kennara til dæmis með því að notast við upplýsinga- og samskiptatækni. Ný aðalnámskrá boðar breytingar á skólastarfi í takt við nútímann og aukið samstarf milli námsgreina með samfaglegum grunnþáttum en til að breyta skólastarfi á róttækan hátt þarf samvinnu og sameiginlegan vilja kennara.

 • Útdráttur er á ensku

  In today's world, computers and other widely used devices with Internet access give access to a vast amount of information. This development calls for changes to our education system. The teacher is no longer the conveyer of knowledge in the classroom but an adviser on the students’ quest for knowledge. In the National Curriculum Guide for Upper Secondary Schools from 2011 a new policy for education appears on the basis of new legislation for that school level from 2008. The Curriculum offers the possibility for reform in the Upper Secondary Schools in accordance to the challenges of a digital world. This paper deals with the influence of information technology and its use in the past years on learning and teaching. It focuses on the subject of Icelandic in Upper Secondary Schools and its special status as a mother-tongue subject, which makes it relevant to all other subjects as well as to the student’s personal identity. The mother- tongue subject also has an extensive role in a student’s Bildung. This role is under consideration in this paper in light of technical development as well as the new educational policy. Learning and teaching methods are taken into consideration as well as the syllabus and teaching materials in light of information- and communication technology. Finally, the challenges that teachers, and teachers’ education, face in the Age of Information are taken into consideration.
  The subject of Icelandic is relevant to literacy, creative expression and language skills and the ultimate goal is to encourage students’ active participation in a democratic society. To achieve this, the teaching of Icelandic has to be considered as a whole, with all its segments in liaison with one another in a concise manner. The use of language changes and broadens with information technology, such as social media, and this new role of language should be considered rather than shunned in teaching. Literacy in a broad sense of the word is of great importance, including critical literacy and the ability to consider and weigh information in a critical manner.
  In times of educational reform, the roles of teachers as well as teachers’ education and teacher collaboration have to be taken into account. New technology offers new opportunities for digital textbooks and teaching methods in which student participation is encouraged. This must be included in the education of teachers, which, in spite of having been extended, seems to be lacking in the field of practical training. Teacher collaboration has to become inter-disciplinary to deal with the fundamental pillars of education that are the basis of the new National Curriculum Guide. The only way to change education is with widespread collaboration, a firm sense of purpose and collective will.

Samþykkt: 
 • 5.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17760


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerd_lokaskjal_prent.pdf960.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna