is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1777

Titill: 
 • Leikskólinn Hóll : sveitin er staður fyrir börn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þetta er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri á vormisseri 2008. Í verkefninu er fjallað um umhverfið og grenndarnám og sýnt er fram á það hvernig hægt er að flétta þá vinnu inn í þemastarf á ímynduðum leikskóla sem staðsettur er í sveit.
  Ritgerðin skiptist í þrjá meginhluta. Í fyrsta hluta er fjallað um umhverfið með áherslu á gróðurinn og mikilvægi hans. Fjallað er um gróðurfar í Eyjafirði og Grænfánann, sem er verkefni sem Landvernd stendur fyrir um umhverfismennt í skólum. Fjallað er um mikilvægi grenndarfræði í þroska barna og að skólinn sé staður sem getur lagt mikið af mörkum í þeirri fræðslu. Undir grenndarfræði falla hugtökin sjálfsvitund, söguvitund, grenndarvitund og umhverfisvitund en ýmsar hugmyndir um þau er að finna í fræðum manna frá ýmsum tímum. Annar hluti verkefnisins fjallar einmitt um hugmyndir tveggja hugsuða, þeirra John Dewey og Guðmundar Finnbogasonar, en þeir létu sig uppeldi barna miklu varða. Einnig er rætt um hugmyndafræði Reggio Emilia.
  Í þriðja hluta ritgerðarinnar er svo búinn til leikskóli sem staðsettur er í sveit og settur upp sem þróunarstarf milli sveitarfélags og Bændasamtaka Íslands. Gerð er grein fyrir þróunarstarfi, sveitinni og leikskólanum en aðallega sagt frá þemavinnu sem unnin er í vettvangsferðum í umhverfi skólans.
  Í lokin eru vangaveltur höfundar um leikskóla sem staðsettur er í sveit og hvaða áhrif grenndarnám hefur á ung börn. Umræðan um umhverfismennt er stöðugt meira áberandi í þjóðfélaginu og leikskólinn er staður sem getur haft mikið fram að færa til þess að börn öðlist styrka sjálfsvitund og læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öllu öðru lífi.
  Maðurinn er hluti af heild og er jafn háður náttúrunni eins og náttúran honum.

Samþykkt: 
 • 24.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leikskólinn Hóll, sveitin er staður fyrir börn.pdf1.59 MBOpinn"Leikskólinn Hóll, sveitin er staður fyrir börn" -heildPDFSkoða/Opna