is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17770

Titill: 
 • Titill er á ensku Broadening of the Icelandic security perspective
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um það hvernig íslensk stjórnvöld nálgast öryggi sem ekki snýr að hernaðarlegum ógnum. Farið er yfir þróun umræðu, löggjafar og stefnumótunar um öryggismál, með sérstakri áherslu á tímabilið 2006-2014. Þá er einnig fjallað um áhrif öryggisnálgunar stjórnvalda á stofnanir sem starfa á sviði almannaöryggis og er sérstaklega horft til þróunar almannavarnakerfisins á Íslandi sem nær eingöngu hefur miðast við að bregðast við náttúruhamförum þó að ákveðin breyting sé að verða þar á.
  Íslensk stjórnvöld hafa ekki sett sér formlega stefnu í öryggismálum, en litið hefur verið á aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu og varnarsamninginn við Bandaríkin sem hornstein í öryggis- og varnarmálum. Eftir að bandaríski herinn fór frá Íslandi árið 2006 voru öryggismál tekinn til endurskoðunar. Áhættumatsskýrsla sem kom út árið 2009 lagði grunninn að stefnumótun stjórnvalda sem nú fer fram, þ.e. þróun þjóðaröryggisstefnu og stefnu í í almannavarna-og öryggismálum. Það sem nú þegar liggur fyrir um þessar stefnur gefur til kynna að öryggisviðhorf stjórnvalda takmarkist ekki lengur við hernaðarlegt öryggi og landvarnir.
  Í ritgerðinni er einnig fjallað er um áhættuhugtakið en öryggismál eru í auknum mæli sett í samhengi við áhættu og er Ísland engin undantekning þar á. Mat á áhættu, þ.e. líkindi á atburðum og mögulegar afleiðingar, er þannig notað við forgangsröðun verkefna og fjármuna. Þróun öryggisviðhorfs stjórnvalda er sett í samhengi við ráðandi kenningar í alþjóðasamskiptum, þá sérstaklega raunsæisstefnu og mótunarhyggju. Hugtakið öryggisvæðing er ferli sem á sér stað þegar málefni krefjast neyðarúrræða, þ.e. ná út fyrir hefðbundnar pólitískar lausnir. Niðurstöður ritgerðarinnar eru í meginatriðum þær að almannaöryggi hafi ekki enn verið öryggisvætt á Íslandi. Sú ályktun er dregin að frekar sé hægt að tala um aukna stjórnmálavæðingu á áhættuþáttum sem snúa að almannaöryggi. Málefni sem talin eru snúa að almannaöryggi eru orðin að viðfangsefni stjórnmálanna og hafist hefur verið handa við að móta um þau opinbera stefnu.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis explores the Icelandic government’s perception of non-military security through developments in political discussion, policy development and legislation in the years 2006-2014. The security dialogue in Iceland has largely been limited to the military aspect of security. A formal security policy has never been established in Iceland, except to the extent that the membership to the North Atlantic Treaty Organization and the defense agreement with the United States can be said to constitute a policy.
  After the United States military forces left Iceland in 2006 the need to assess Iceland’s security in a wider context was addressed through the 2009 Risk Assessment Report, which has been used as a foundation for the development of a security policy. The steps that have been taken include the drafting of a policy on civil protection and security and presentation of proposals for the development of a national security policy. These developments are put in context with two prominent theories of international relations, namely realism and constructivism. The conclusion is that the government perception of security is no longer limited to the realist mindset.
  As part of further exploring the broadening of the security perception in a theoretical context, the process of securitization is defined. Securitization is, according to the Copenhagen school, when an issue requires emergency action beyond standard political procedures. The main conclusion of this thesis is that non-military issues are increasingly labeled as security concerns in Iceland and the term civil security is increasingly used in that regard. This however does not mean that non-military threats or risk factors have been securitized. Non-military security has however been placed on the political agenda. The risk concept is explored as it is used increasingly in the security discourse and Iceland is no exception in that regard. As more and more non-military issues are labeled as security, the need for addressing prioritization of risk factors arises. Risk assessment plays an important part in that process.

Samþykkt: 
 • 5.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_thesis_Unnur_Karlsdottir.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna