Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17773
Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum. Á lífsleiðinni mun ávallt eitthvað koma upp á og öll þurfum við einhverntíman að leita aðstoðar hjá fagfólki í heilbrigðisþjónustunni. Þar getur ætíð eitthvað farið úrskeiðis, líkt og á öllum sviðum hins mannlega lífs, sem getur haft miklar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinga.
Almenna reglan er sú að sjúklingar eiga aðeins rétt til bóta ef um saknæma háttsemi einhvers heilbrigðisstarfsmanns var að ræða.
Árið 2001 gengu í gildi lög um sjúklingatryggingu nr. 111/2000 sem voru sett með það að markmiði að bæta réttarstöðu sjúklinga og auka bótarétt þeirra vegna tjóns er þeir verða fyrir í tengslum við rannsókn eða læknismeðferð. Með lögunum er horfið frá hinni almennu sakarreglu og koma því nú fleiri reglur til greina um grundvöll bóta á þessu sviði réttarins.
Viðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna nánar réttarstöðu sjúklinga á grundvelli laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu og í hverju hinn aukni bótaréttur felst og hvernig hann víkur frá almennum reglum skaðabótaréttarins. Aðallega er fjallað um bótagrundvöll laganna sem er í 2. gr. og hvernig hann víkur frá almennum reglum skaðabótaréttarins, um bótaskilyrði ákvæðisins og um framkvæmd þess í íslenskum rétti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hildur Eyþórsdottir.pdf | 883.8 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |