is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17776

Titill: 
  • Hugtakið uppljóstrun og staða uppljóstrara í íslenskum rétti
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um réttarstöðu starfsmanna, sem koma á framfæri upplýsingum um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi, sem á sér stað í starfsemi á vegum hins opinbera eða hjá einkaaðila og varðar almannahagsmuni, þ.e. þeirra sem blása í flautuna, eða svokallaðra uppljóstrara (e. whistleblowers).
    Í Evrópuríkjum má nú greina þá þróun, að ríki leggi áherslu á að styrkja réttarstöðu uppljóstrara að lögum. Þannig er reynt að koma í veg fyrir að þeir verði látnir gjalda þess að hafa ljóstrað upp. Með því að vernda uppljóstrara að lögum er jafnframt hvatt til uppljóstrana. Merki um þessa þróun má einnig sjá á vettvangi alþjóðastofnana. Vernd uppljóstrara hefur rík tengsl við baráttu gegn spillingu og hafa ákvæði um slíka vernd ratað inn í þjóðréttarsamninga. Þá hefur reynt á vernd tjáningarfrelsis uppljóstrara samkvæmt 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.
    Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hugtakið uppljóstrun, gera grein fyrir réttarreglum um uppljóstrara og kanna réttarstöðu þeirra að íslenskum rétti. Fjallað er um skilgreiningu og afmörkun hugtaksins uppljóstrun, auk löggjafar um vernd uppljóstrara. Rýnt er í röksemdir með og á móti lagasetningu til verndar uppljóstrurum, en í framhaldi af því er réttarstaða uppljóstrara í íslenskum rétti tekin til skoðunar, þar sem fjallað er um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði og vernd heimildarmanna fjölmiðla. Loks er gerð grein fyrir tillögum að úrbótum sem komið hafa fram og varða réttarstöðu uppljóstrara.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17776


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugtakið uppljóstrun og staða uppljóstrara í íslenskum rétti.pdf1.1 MBLokaður til...01.05.2030HeildartextiPDF