is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17780

Titill: 
  • Tilfærsla valds breiðfirskra karlmanna til kvenna. Viðhorf meðlima Bréflega félagsins um félagslega stöðu kvenna á Íslandi frá 1840-1874 sbr. valdastrúktúr íslensks 19. aldar samfélags
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er fyrst og fremst að rannsaka hver helstu viðhorf sumra meðlima Bréflega félagsins í Breiðafirði voru, um miðja nítjándu öld, gagnvart stöðu kvenna á opinbera sviðinu sem og einkasviðinu. Ritgerðir tveggja höfunda félagsins, Ólafs Sívertsens og Guðmundar Einarssonar, eru orðræðugreindar og settar í samhengi við jafnréttisorðræðu annars staðar. Til samanburðar er fyrst og fremst orðræða Jóns Sigurðssonar skoðuð með áherslu á „frelsi einstaklingsins“. Ríkjandi viðhorf lærðra karlmanna um stöðu kvenna í samfélaginu nutu trausts, sérstaklega viðhorf til þess hvaða eiginleikar væru æskilegastir hjá konum og hvaða hlutverki þeim var ætlað að gegna til að samfélagið gæti þrifist sem best. Forsvarsmenn þessara hugmynda á Íslandi voru fyrst og fremst embættiskarlar og lærðir karlar en þeir voru óhræddir við að predika fyrir samfélagsþegnum hvernig eina rétta leiðin að góðu samfélagi væri. Hugmyndir þeirra birtust í bréfum, bókum, tíðindum, ritgerðum og tímaritum. Valdið sem fylgdi slíkum viðhorfum var afgerandi og rannsakað er hvernig slíkt vald þreifst með kerfisbundnum hætti. Varpað er fram þeirri hugmynd hvort fræðsla og menntun hafi helst verið vopn valdastrúktúrsins til að viðhalda kúguninni sem átti sér stað í samfélaginu. Með úthlutun fræðsluefna tókst valdhöfum að innræta ákveðnar hugmyndir sem hæfðu vel íhaldssamri formgerð samfélagsins. Í því samhengi er skoðað valdið sem fólst í ritgerðum Ólafs Sívertsen og Guðmundar Einarssonar þar sem það virðist vera að þankagangur Ólafs og Guðmundar hafa verið talsvert á skjön við ríkjandi viðhorf og er sérstaklega eftirtektarvert hvernig orðræða þeirra er ekki eins karllæg og venjan var.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17780


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sara Hrund Einarsdóttir.pdf644.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna