Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/17787
Hér á eftir fer lokaverkefni til meistaraprófs í ritlist við Háskóla Íslands. Verkefnið er frumsamin nóvella, Hin svarta útsending – opinberanabók. Hana mætti líka kalla langa smásögu með skáldsagnaduld eða örlitla skáldsögu. Í sögunni rekur orðmargur sögumaður nokkra daga í ytra og innra lífi iðnaðarmannsins Einars Mássonar og það hvernig veruleiki hins síðarnefnda leysist upp í torræðum samslætti tilveru- eða vitundarstiga. Á undan sögunni fer dálítil greinargerð þar sem höfundur gerir grein fyrir listrænni sýn sinni, tengslum hennar við samningu verksins og loks vinnuferlinu sjálfu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Hin_svarta_utsending_Allt_April2014_premier - Copy.pdf | 1.14 MB | Open | Heildartexti | View/Open |