is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17793

Titill: 
 • Notkun segulnæmra myndaraða í greiningu á örblæðingum og járnupphleðslu í heila. Samanburðarrannsókn á SWAN og T2*-vigtaðri GRE-EPI
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur
  Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman tvær segulnæmar myndaraðir í segulómun, 3D susceptibility weighted imaging (SWI-SWAN) og hefðbundna 2D T2*-vigtaðri Gradient echo echo planar (GRE-EPI) myndaröð með tilliti til örblæðinga í heila og járnupphleðslu í gráavefskjörnum heila.
  Efni og aðferðir
  Þátttakendur voru 54 einstaklingar á aldrinum 63,19±4,26 ára (meðaltal±staðalfrávik) (29 karlar og 26 konur) sem voru hluti af Afkomendarannsókn Hjartaverndar. Þeir voru myndaðir í tveimur heimsóknum á tímabilinu júní 2011 til október 2013. Allir þátttakendur voru myndaðir með segulómtæki Hjartaverndar, 1,5 T Signa Twinspeed EXCITE 16 tæki frá General Electrics, með átta rása höfuðspólu. Fyrst voru þeir myndaðir með T2*- vigtuðu GRE-EPI myndröðinni og síðan með SWAN myndaröðinni. Örblæðingar voru fyrst taldar á SWAN myndum og viku seinna á GRE-EPI myndum, viðvera þeirra, fjöldi og staðsetning var skráð niður og kontrast gildi (e. contrast index (CI)) og þvermál þeirra mælt, allar upplýsingar voru skráðar í Microsoft Office Excel. Pöruð t próf voru notuð til að kanna mun á milli myndaraðanna hvað varðaði stærð örblæðinga og kontrast gildi. Línulegar aðhvarfsgreiningar voru gerðar til að kanna tengsl stærðar örblæðinga við kyn og aldur og kontrast gildi örblæðinga og kyns og aldurs. Járnupphleðsla í gráavefskjörnum í heila var mæld í sömu einstaklingum. Þá voru t próf notuð til að finna mun á milli myndaraða og kynja og línulegar aðhvarfsgreiningar til að finna hvort tengsl væru á milli járnupphleðslu og aldurs. Öll próf voru gerð með Microsoft Office Excel.
  Niðurstöður
  Fleiri örblæðingar greindust með SWAN en GRE-EPI, 171 örblæðingar greindust með SWAN en aðeins 93 með GRE-EPI. Einnig var kontrast gildi örblæðinganna hærra með SWAN en GRE-EPI og var munurinn marktækur (p<0,001). Með báðum myndaröðum voru flestar örblæðingar greindar innan heilabarkar, ofan tentorium (e. subcortical supratentorium) en fæstar í djúphnoð (e. basal ganglia). Engin marktæk tengsl fundust á milli stærðar örblæðinga og aldurs (SWAN p=0,53 GRE-EPI p=0,07) fjölda örblæðinga og aldurs (SWAN p=0,92 GRE-EPI p=0,56) eða kontrast gildi örblæðinga og aldurs (SWAN p=0,72 GRE-EPI p= 0,66). Járnupphleðsla í heila mældist meiri á SWAN myndum en GRE-EPI myndum í putamen og caudate en meiri á GRE-EPI myndum en SWAN myndum í globus pallidus. Marktækur munur var á kontrast gildi á milli myndaraða í putamen (p<0,001), og caudate (p<0,001), en ekki í globus pallidus (p=0,44). Mest mældist járnupphleðsla í globus pallidus en minnst í caudate. Engin marktækur munur fannst á járnupphleðslu í heila hjá konum og körlum (SWAN p=0,16-0,75 GRE p=0,12-0,24). Ekkert marktækt samband fannst með járnupphleðslu í heila og aldri (SWAN p=0,77-0,95 GRE p=0,79-0,96).

Samþykkt: 
 • 5.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17793


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð.pdf6.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna