is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17796

Titill: 
  • Að semja eða sigra? Þorskastríðin þrjú, pólitískir þættir landhelgismálsins og áhrif þess á makríldeiluna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þorskastríðin þrjú voru háð á Íslandsmiðum á tímabilinu 1958–1976 en deilurnar snerust um fiskveiðiréttindi við Íslandsstrendur. Sigur nýsjálfstæðra Íslendinga gegn hinum öflugu Bretum er Íslendingum endalaus uppspretta gleði og stolts. Hér er fjallað um þorskastríðin þrjú út frá sögulegu og pólitísku sjónarhorni. Sagan er rakin frá fyrstu tilraunum til að móta alþjóðlega hafréttarlöggjöf til uppgjafar Breta í landhelgismálinu og viðurkenningar á 200 mílna efnahagslögsögu í kringum Ísland. Áhersla er lögð á stjórnmálalega þætti landhelgismálsins, bæði innanríkispólitík í löndunum tveimur og áhrif alþjóðastofnana á þróun málsins. Fjallað er um kosti og galla þeirrar stefnu sem Bretar og Íslendingar fylgdu í málinu og áhrif „þjóðareinkenna“ á atburðarásina. Aðild beggja landanna að Atlantshafsbandalaginu telst helsti þátturinn í úrslitum stríðanna. Þjóðernishugmyndir Íslendinga og heimsveldishugmyndir Breta rákust á í þessum átökum, en þorskastríðin sjálf breyttu þróun landhelgismálsins á heimsvísu mjög lítið – öll lönd heims fengu sömu 200 mílna efnahagslögsögu og Íslendingar án kostnaðarsams og hættulegs stríðs. Tilgangur og þýðing þorskastríðanna eru því dregin í efa.
    Yfirstandandi makríldeila á milli Íslands, Evrópusambandsins og Noregs er svo skoðuð í stuttu máli í ljósi þorskastríðanna. Færð eru rök fyrir því að sigur Íslendinga í þorskastríðunum hafi skapað hugarfar þar sem „semja“ og „sigra“ eru andheiti og hugmyndin um „að sigra með því að semja“ gangi því ekki upp. Í núverandi heimi, þar sem alþjóðasamtökin gegna mun mikilvægara hlutverki en nokkurn tíma áður, er slíkt hugarfar hugsanlega ekki til þess fallið að leiða til jákvæðra úrslita í milliríkjadeilum. Nýlegir atburðir í makríldeilunni benda til þess að íslensk samningatækni hafi ekki breyst í takt við alþjóðlegan raunveruleika.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17796


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
CHARLES GITTINS - Að semja eða sigra - Lokauppkast.pdf676.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna