is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17797

Titill: 
  • Átök í Úkraínu: Getur breytt stjórnarskipan stuðlað að umbótum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að skoða þjóðarímynd og stjórnskipan í Úkraínu og leita svara við þeirri spurningu hvort landið þurfi að tileinka sér ólíka stjórnarhætti í viðleitni sinni til þess að skapa frekari einingu og efla lýðræði í landinu. Stuðst var við kenningar um þjóðernishyggju og skilgreiningar á stjórnmálalegum eiginleikum í stjórnskipan lýðræðislegra ríkja. Skoðuð voru mismunandi kosningakerfi sem og þrenns konar tegundir lýðræðis, þingræði, forsetaræði og forsetaþingræði. Einnig var hugmyndinni um samstjórn gert hátt undir höfði og dæmi tekin um árangur ólíkra fyrirkomulaga í löndum sem hafa tekið upp slíka stjórnskipan. Þá var sjónum beint að félagslegum- og stjórnmálalegum þáttum út frá tveimur stærstu þjóðernishópum landsins, Rússum og Úkraínumönnum, í sögulegum samhengi. Hóparnir voru skoðaðir í samhengi við kenningar um þjóðernishyggju og þannig skoðað þjóðarímynd landsins. Þá var hugað að stjórnskipan og stjórnkerfi í landinu. Niðurstöður benda til þess að Úkraína geti hagnast á annars konar stjórnskipan en þeirri sem nú er til staðar. Hún hefur tvo fremur einsleita hópa og hafa stjórnmálaflokkar skilgreint stefnu sína til þess að höfða til Rússa eða Úkraínumanna. Til þess að koma í veg fyrir klofning á milli þessara hópa virðist hugmyndin um samstjórn vera sá kostur sem best hentar í Úkraínu.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17797


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Úkraína_FINAL_GJ.pdf572.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna