is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1780

Titill: 
  • Tegundagreining baktería úr fléttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari tilraun voru notaðir fjórir súrefnisháðir eða valfrjálsir og ófrumbjarga bakteríustofnar, 2gg1, 2R1b, SaGb10 og AnSk8, sem voru einangraðir í fyrra verkefni. Stofnarnir voru einangraðir úr eða af fjórum mismunandi fléttutegundum án blábaktería (landfræðiflikra, Rhizocarpon geographicum, ryðkarta, Porpidia flavicunda, grábreyskja, Stereocaulon alpinum og surtarkræða, Alectoria nigricans) úr Eyjafirði og nágrenni. Verulegra valáhrifa virðist gæta og mögulegt er að bakteríurnar séu órjúfanlegur hluti af samlífinu. Líklegt hlutverk þeirra í sambýlinu má telja að sé að binda köfnunarefni fyrir sveppinn og ljósbýlinginn. Allir stofnarnir eru ljósóháðar sambýlisbakteríur íslenskra fléttna og gaf fyrri bráðabirgðagreining vísbendingar um að stofnarnir gætu verið af áður óþekktum tegundum.
    Gerð var tegundagreining með raðgreiningu 16S rRNA gensins ásamt vaxtatilraunum við mismunandi hitastig, sýrustig og vatnsvirkni. Einnig var vöxtur kannaður á mismunandi kolefnisgjöfum og gerð var Gramlitun ásamt oxidasa- og katalasaprófum. Stofnarnir reyndust vera kuldakærir eða á mörkum þess að vera miðlungshitakærir og kuldakærir. Tveir stofnanna voru greindir til tegunda, stofn 2R1b reyndist tilheyra Agreia patensis og 2gg1 Bacillus pumilus. Hinir stofnarnir tveir eru annars vegar kuldakær, lítið eitt sýrukær, lítið eitt saltkær baktería af Micrococcus ættkvísl sem getur einnig nýtt sér xylose og cellobiose sem kolefnisgjafa (stofn AnSk8), og hins vegar miðlungshitakær til kuldakær, saltþolin, lítið eitt basakær baktería af ættkvísl Stenotrophomonas (stofn SaGb10). Bæði A. patensis og B. pumilus eru þekktir anatagonistar, annar gegn bakteríum og hin gegn sveppi, og gæti því verið áhugavert að skima eftir lífvirkum efnum úr þeim.
    Lykilorð: Sameindalíffræðileg örveruþýðisgreining, 16S rDNA, fléttur, samlífi.

Samþykkt: 
  • 24.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1780


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbeinn Aðalsteinsson B.Sc. 30.04.2008.pdf1.65 MBOpinn”Tegundagreining baktería úr fléttum”-heildPDFSkoða/Opna