is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17805

Titill: 
  • „Eyjan í útnorðri er nú komin í þjóðbraut þvera.“ Opnun norðurskautsins og möguleg áhrif á landfræðilegt mikilvægi Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðað hvort þær umbreytingar sem eru að verða á norðurskautinu með bráðnun íshellunnar þar muni hafa áhrif á landfræðilegt mikilvægi Íslands. Auk kenninga ný- raunhyggju og frjálslyndrar stofnanahyggju er litið til kenninga um landfræðilegt mikilvægi en einnig nálgunar smáríkjafræða. Varpað er ljósi á hvort og hvernig umræddar breytingar muni hafa áhrif á samskipti Íslands við önnur ríki, m.a. hvort þær geri Ísland að eftirsóttum bandamanni og hafi áhrif á samband Íslands og Bandaríkjanna.
    Helstu niðurstöður eru að ekki er búist við því að aukin ásókn ríkja á norðurslóðum leiði af sér hernaðarlegar ógnir en talsverðra efnahagslegra áhrifa geti gætt á Íslandi sem aftur hefðu áhrif á landfræðilegt mikilvægi landsins. Það er í samræmi við kenningar um mikilvægi landfræðilegrar legu þar sem áherslan hefur færst frá hernaðaráætlunum byggðum á landherkænsku um stjórnun á landsvæðum yfir til þess að tryggja hnökralaust flæði viðskipta þvert á landamæri. Hvað bandamenn áhrærir ber að hafa í huga kenningar ný-raunhyggju sem segja að hegðun ríkja stjórnist af því að hámarka eigin hag, m.a. með myndun bandalaga. Reynslan sýnir að það geti reynst Íslendingum ótryggt. Í því samhengi virðst fátt benda til að Bandaríkjamenn horfi aftur til Íslands sem bandamanns í bráð, þrátt fyrir að áhugi þeirra á norðurslóðum hafi aukist. Jafnframt virðist almenn samstaða vera meðal ríkja um að Norðurskautsráðið verði vettvangur stjórnunar á norðurslóðum, sem ætti að vera Íslendingum í hag. Það er í samræmi við kenningar frjálslyndrar stofnanahyggju og smáríkjafræða sem segja hin smærri ríki geta best tryggt hag sinn með samningum á vettvangi alþjóðastofnana.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines whether the transformation of the Arctic, with the melting of the ice there, will have an impact on the geopolitical importance of Iceland. The approach of geopolitics, theories of neo- realism and liberal-institutionalism, along with the approach of small state studies, form the theoretical framework for the examination of the subject. It is explained if and how the changing situation in the Arctic will affect Iceland’s relations with related states; whether it will transform Iceland into a desirable ally, and change the relationship with the USA. The main findings are that the increased interests in the Arctic region will not pose any military threat to Iceland but will influence Iceland economically, which will, to some extent, increase its geostrategic importance. That reflects the perception of the modern geopolitical paradigm where the capital markets are increasingly integrating across boarders, reducing the risk of interstate conflicts. Iceland can expect to become more sought after as an ally, specifically by states like China, which are trying to strengthen their Arctic foothold. This is in accordance with the neo-realist assumption that states try to maximize their relative power. Therefore, Iceland should keep in mind, as the country has experienced, that alliance can be unreliable in the long run. Related to that there are no signs of the U.S. changing their somewhat detached behavior vis-à-vis Iceland, even if they seem to have sped up the pace as regards their implementation of a new arctic policy. With regard to the Arctic there seems to be a general consensus amongst the partaking actors to enhance the formal role of the already well-established Arctic council. This is a constructive development for Iceland that is aligned with its Arctic policy. This also reflects both the theory of institutionalism and the small state studies approach, that smaller states benefit from taking part in international institutions and conventions.

Samþykkt: 
  • 6.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17805


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_BjarniBragiKjartansson.pdf2.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna