Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17810
Í ritgerðinni er fjallað um megindlega rannsókn á því hvers vegna blaða- og fréttamenn hættu í greininni á síðastliðnum tíu árum og reru á ný mið. Sænsk rannsókn var höfð til hliðsjónar í þeim tilgangi að bera niðurstöður saman en þær voru einnig skoðaðar með tilliti til kynjanna.
Í ljós kom að fólkið sem hætti í blaða- og fréttamennsku á síðastliðnum áratug var ungt og menntað og sótti í hærri laun og hentugri vinnutíma. Yfir 70% þátttakenda voru sammála því að miklar breytingar hefðu orðið á starfinu á undanförnum áratug en fáir hættu þó af þeim sökum. Flestir fóru að vinna við almannatengsl eða önnur störf tengd upplýsingagjöf og sögðu reynsluna úr blaða- og fréttamennsku nýtast sér. Þá er ákvörðunin um að hætta síður en svo endanleg því næstum þrír af hverjum fjórum geta hugsað sér að snúa aftur.
Einnig er fjallað um starf blaða- og fréttamannsins sem slíkt, sögu þess og þróun. Í fræðilegum hluta er m.a. skoðað hvað felst í því að vera blaða- og fréttamaður, blaðamennsku á Íslandi og hugurinn leiddur að erlendum rannsóknum á því hvers vegna fólk hættir og fer að gera eitthvað annað. Þá er fjallað um þær breytingar sem orðið hafa á starfinu á síðastliðnum tíu árum.
In this work a quantitative study is presented on why journalists in Iceland switched careers in the last decade. A related Swedish study is used for comparative analysis and the results are also viewed with a gender specific focus.
The occupation of a journalist is surveyed from a historical perspective followed by a discussion on the specifics of a journalism career in Iceland and the changes the job has undergone in the past decade.
It is found that people who have left careers in journalism are generally young, educated individuals that seek higher compensation and more suitable work hours. A majority of participants agreed that major transformations have occurred on the job in the last decade but this was not a factor in their career change. Most participants opted for new careers in public relations and say they can positively utilize their experience in journalism. Three-quarters of participants would consider a return to journalism careers.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ESP_meistararitgerd.pdf | 887.17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |