is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17812

Titill: 
  • Einstæðar mæður í háskólanámi. Gildi þess að hafa öflugt stuðningsnet
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni höfundar til BA prófs í félagsfræði við Háskóla Íslands. Markmið hennar er að skoða það hversu mikilvægt það er fyrir einstæðar mæður í námi við Háskóla Íslands að hafa öflugt stuðningsnet á meðan á námi þeirra stendur. Þá var sérstaklega skoðað hversu mikilvægt það er að hafa stuðning frá barnsföður. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem opin hálfstöðluð viðtöl voru tekin við 5 einstæðar mæður og um þau viðtöl verður fjallað ítarlega í niðurstöðukaflanum.
    Rannsóknarspurningarnar voru þrjár, hversu vel ná einstæðar mæður í háskólanámi að samræma móðurhlutverkið og námið, er mögulegt fyrir einstæðar mæður að stunda háskólanám án öflugs stuðningsnets og hvernig gengur það upp fjárhagslega að vera einstæð móðir í háskólanámi. Einnig var stuðst við margvíslegar aðrar heimildir um sambærilegt efni. Niðurstöður rannsóknarinnar voru í samræmi við eldri rannsóknir, stuðningur virðist skipta gríðarlegu máli á meðan á námi stendur hjá einstæðum mæðrum. Öflugt stuðningsnet og góð samskipti, sem og stuðningur frá barnsföður, virðist hafa mikið að segja varðandi velgengni einstæðra mæðra í háskólanámi og virðist einnig hafa áhrif á lífsgæði þeirra og barna þeirra á meðan á námi stendur.

Samþykkt: 
  • 6.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einstæðar mæður - Copy.pdf359.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna