is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17820

Titill: 
  • Heilsufar, færni, einkenni og þarfir íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum með hálfs árs lífslíkur eða minna í samanburði við aðra íbúa. Aftursýn lýsandi rannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum hefur dvalartími íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum styst og því eru á hverjum tíma fleiri sem þarfnast líknarmeðferðar. Mikilvægt er að þekkja breytingar á heilsufari, færni, einkennum og þörfum sem verða þegar nær dregur lífslokum svo að íbúarnir og aðstandendur þeirra fái viðeigandi þjónustu og líði sem best. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á heilsufar, færni, einkenni og þarfir íbúa á hjúkrunarheimilum sem hafa hálfs árs lífslíkur eða minna og bera saman við aðra íbúa.
    Rannsóknin var megindleg, aftursýn og lýsandi. Við tölfræðilega greiningu voru notuð RAI-möt 2337 íbúa sem dvöldu á hjúkrunarheimilum árið 2012. Gögnin voru fengin úr RAI-gagnagrunni og var notað síðasta mat hvers íbúa árið 2012. Fyrsta mat, sem gert er skömmu eftir flutning á hjúkrunarheimili, var undanskilið.
    Niðurstöður leiddu í ljós að meðalaldur ibúanna var 84,7 ár og hlutfall kvenna 65,6%. Íbúar, sem höfðu hálfs árs lífslíkur eða minna, voru við verra heilsufar, höfðu minni færni, meiri einkenni og umönnunarþarfir heldur en aðrir íbúar. Meirihluti þeirra voru með verki daglega (61,3%) og þeir voru einnig oftar með slæma eða óbærilega verki (42,7%) heldur en aðrir (14,8%).
    Niðurstöðurnar gefa heildarmynd af ástandi íbúa á hjúkrunarheimilum og staðfesta miklar umönnunarþarfir þeirra. Efla þarf almenna líknarmeðferð og auka möguleika á sérhæfðri
    líknarmeðferð með áherslu á íbúa með hálfs árs lífslíkur eða minna vegna erfiðra einkenna þeirra.
    Með tilliti til þess er brýn þörf á frekari fræðslu og þjálfun starfsfólks ásamt breyttu mönnunarfyrirkomulagi í samræmi við heilsufar, færni, einkenni og þarfir þessa hóps.

    Lykilorð: Hjúkrunarheimili, aldraðir, RAI, hjúkrunarþarfir, lífslíkur, heilsufar, einkenni, færni,
    líknarmeðferð.

Styrktaraðili: 
  • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
  • 6.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17820


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna Ósk Eiríksdóttir%09.pdf3.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna