is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17825

Titill: 
 • Þekkingarverðmæti. Þekkingarstjórnun hjá íslenskum hugbúnaðarhúsum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þekkingarverðmæti eru óáþreifanlegar eignir og óefnisleg verðmæti fyrirtækja og er þá átt við önnur verðmæti en tæki, vélar og byggingar sem gerð eru skil í fjárhagsbókhaldi þeirra. Þekkingarverðmætum er skipt í þrjá flokka: mannauð sem eru starfsmenn fyrirtækisins, skipulagsauð sem er á hvern hátt þeir framkvæma störfin sín og viðskiptaauð sem er hvernig þeir eiga samskipti hver við annan og hagsmunaaðila, birgja og viðskiptavini. Þekkingarstjórnun er það ferli sem hjálpar við að koma þekkingu upp á yfirborðið og gera hana aðgengilega fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort íslensk hugbúnaðarhús eru að nýta sér þekkingarstjórnun til að fanga og dreifa þekkingu. Rannsóknarspurningin beindist beint að þekkingarstjórnun og spurt var:
  Eru hugbúnaðarhús með skipulögðum hætti að nýta sér þekkingarstjórnun við hugbúnaðargerð?
  Rannsóknin byggir á eigindlegum aðferðum og sex hugbúnaðarhús samþykktu samstarf og talað var við einn viðmælanda frá hverju hugbúnaðarhúsi. Viðmælendur höfðu mikla þekkingu á þekkingarstjórnun og voru annaðhvort stjórnendur eða verkefnastjórar sem stýra eða halda utan um hvernig og að hve miklu leyti þekkingarstjórnun er stjórnað hjá fyrirtækinu.
  Niðurstöðurnar benda til þess að íslensk hugbúnaðarhús séu skipulega að nota þekkingarstjórnun, þau eru á marga vegu að fanga og dreifa þekkingu milli starfsfólks síns, t.d. með þekkingarsamveru, teymisvinnu og verkferlum til að tryggja að þekking festist ekki hjá fáum ómissandi starfsmönnum. Varpað var ljósi á verkferla og þekkingarstjórnun sem er viðhöfð í þeim þremur þemum sem voru til skoðunar og þeim lýst í meginatriðum.
  Höfundur vill í framhaldi af rannsókninni skoða hvernig hugbúnaðarhúsin nota stefnumótun til að innleiða og tryggja góða þekkingarstjórnun innandyra hjá sér.
  Rannsóknin verður vonandi ánægjuleg og áhugaverð til lesning fyrir alla sem hafa áhuga á þekkingarstjórnun.

 • Útdráttur er á ensku

  Knowledge capital is the amount by which the market value of a firm exceeds its tangible assets (such as equipment, machinery and buildings that show up in their financial statements) less liabilities. Knowledge capital has three dimensions: human capital, which are the company´s employees, organizational capital, or how they go about their work and relational capital, which has to do with how they relate to each other and stakeholders, suppliers and customers. Knowledge management is the process which helps knowledge to surface and make it accessible for the company and its employees. The aim of the author´s research was to examine if Icelandic software houses were using knowledge management to capture and distribute knowledge. The research question was:
  Are software houses utilizing knowledge management in an organized way?
  The methodology is quantitative. Six software houses agreed to cooperate in the research. One person from each. They were very knowledgeable about knowledge management and were either managers or project managers who manage how and to what extent the knowledge management process is used within their companies.
  The findings suggest that Icelandic software houses are organized and that they use knowledge management. They capture knowledge in various ways and distribute it among employees, by using i.e. knowledge togetherness, teamwork and processes to ensure that knowledge does not reside within a few essential employees. The processes and knowledge management practices used within the three themes that were examined were highlighted and described in general terms.
  A further study could examine how software houses use strategic management to implement and ensure good knowledge management.
  This thesis will hopefully be a pleasurable and interesting read for those who are interested in knowledge management as a subject.

Samþykkt: 
 • 6.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð 6 maí.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna