is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17826

Titill: 
 • „Mætti það verða efni í íslenska list.“ Sálmaskáldið, þjóðlagasafnarinn og tónlistarfræðingurinn Sr. Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sr. Sigtryggur Guðlaugsson, prestur, kennari og sálmaskáld á Núpi í Dýrafirði, er umfjöllunarefni þessarar ritgerðar. Bók hans, 70 sönglög kirkjulegs efnis, er tekin til sérstakrar skoðunar og greiningar. Sálmar Sigtryggs eru bornir saman við sálma og sönglög í íslenskum sálmabókum og söngheftum. Jafnframt er leitast við að setja skoðanir og verk sr. Sigtryggs í sögulegt og hugmyndafræðilegt samhengi, og kynna hugmynd að menningartengdri ferðaþjónustu í tengslum við líf og starf Sigtryggs. Í öllu þessu leikur bróðir hans, Kristinn Guðlaugsson, stórt hlutverk. Áhugi þeirra bræðra á tónlist, skáldskap, mannrækt og fegurð, er sameiginlegur og líf þeirra að miklu leyti samtvinnað.
  Bréfasöfn þeirra Sigtryggs og Kristins opna dyr að hugarheimi og veita mikilvægar upplýsingar um líf þeirra og tónlistariðkun.
  Gerð er nokkur grein fyrir þjóðlagasöfnun og framlagi Sigtryggs í safni sr. Bjarna Þorsteinssonar, Íslensk þjóðlög.
  Þá er fjallað um grein Sigtryggs, sem ber heitið Hugleiðingar um forníslenskan kirkjusöng. Í greininni koma fram skoðanir hans og þekking sem tónlistarfræðings og þjóðlagasafnara.
  Sigtryggur kaus ljóðræna eiginleika framyfir aðra og hvatti til nýsköpunar og endurnýjunar í sálmaflóru þjóðarinnar undir yfirskriftinni: Syngið drottni nýjan söng.

Samþykkt: 
 • 6.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Maí 2014 Kristinn.pdf884.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna