Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17828
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun og reynslu náms- og starfsráðgjafa af handleiðslu, mikilvægi hennar og hvernig hún geti fyrirbyggt kulnun í starfi þeirra.
Rannsóknin fór fram með margprófunarsniði (e. triangulation) og því var bæði aflað eigindlegra og megindlegra gagna. Í megindlega hluta rannsóknarinnar var stuðst við staðlaðan spurningalista með tíu spurningum. Í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem stuðst var við eigindlega aðferðafræði var gagnasöfnun byggð á viðtölum við sjö einstaklinga, sex náms- og starfsráðgjafa og einn handleiðara. Rannsóknin var framkvæmd á tímabilinu 1. október 2013 – 29. mars 2014.
Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að handleiðsla er mikilvæg í starfi náms- og starfsráðgjafa og er helsti kostur hennar að fá aðra sýn á vandamálið frá óháðum fagaðila. Rúmlega 70% svarenda hafa á einhverjum tímapunkti í starfi sínu sem náms- og starfsráðgjafi fundið fyrir streitu í starfi og þá hafa 55% svarenda fundið fyrir minnkaðri starfslöngun. Þá sýndu niðurstöður einnig að lítill hluti náms- og starfsráðgjafa sækja sér reglulega handleiðslu eða um 11% þrátt fyrir að vita um gagnsemi hennar og gildi. Næstum því allir þátttakendur voru sammála um að handleiðsla dragi úr streitu eða kulnunareinkennum.
The purpose of this study was to investigate how educational- and vocational counsellors experience supervision in their practice, the importance of supervision and how it can prevent the risk of job burnout.
The study was conducted by a multi-test format (triangulation) and was obtained both with quantitative and qualitative data. The quantitative part of the study was based on a standardized questionnaire with ten questions. Interviews were also taken with seven individuals, six education- and career counselors and one supervisee. The study was carried out during the period of October 1st to March 29th 2014.
The main results show that supervision is important in the work of educational- and vocational counsellors to reduce the risk of job burnout. According to the results the main advantage of supervision is to get a different view of a problem from an independent professional. Over 70% of respondents experience stress at work and 55% experience reduced personal accomplishment. Furthermore, the results concluded that inspite of knowing the usefulness of supervision only minority of education- and career counselors seek it. Almost every participants agreed that supervision can prevent burnout.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kolbrún Hanna Jónasdóttir.pdf | 776.47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |