is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17830

Titill: 
 • Rannsókn á notkun Vallhumalssmyrsls á brunasár hjá börnum við meðferð á barnadeild og eftir heimkomu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á síðustu áratugum hafa orðið miklar framfarir í meðferð brunasára. Þegar djúp brunasár hafa gróið og við grynnri brunasár er notkun smyrsla og feitra krema nauðsynleg. Hér á landi hefur Jurtasmyrsl verið notað á barnadeild Barnaspítala Hringsins, sem úrræði síðan 1996. Smyrslið inniheldur jurtina Vallhumal, sem er aðal uppistaðan í smyrslinu. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á eiginleikum Jurtasmyrslsins.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða notkun á Jurtasmyrslinu við sárameðferð hjá börnum sem hlutu brunaáverka á árunum 2008-2012. Markmið rannsóknarinnar var að greina hvort Jurtasmyrslið er öruggt í notkun. Rannsóknin skiptist í tvo hluta, annarsvegar var hún afturvirk lýsandi rannsókn úr sjúkraskrám þar sem þátttakendur voru öll börn, 18 ára og yngri, sem komu á barnadeildina vegna brunasára á húð á árunum 2008-2012 (n=60). Skoðuð var notkun Jurtasmyrslsins og einkenni sem komu fram eftir því sem á meðferð leið og hvernig sár greru fram að útskrift. Seinni hluti rannsóknarinnar byggði á símaspurningakönnun við foreldra barna (n=5), sem hlutu brunaáverka á árunum 2011 og 2012. Þeir voru spurðir spurninga um notkunina á Jurtasmyrslinu eftir útskrift.
  Helstu niðurstöður gáfu til kynna að Jurtasmyrslið var notað í 87% tilfella á brunasár eingöngu eða ásamt öðrum brunaumbúðum. Niðurstöður gáfu til kynna að eitt barn (1,9%) hafði fengið ofnæmisviðbrögð við Jurtasmyrslinu og lýsti það sér í formi kláða og útbrota. Þrjú börn (5,7%) upplifðu einnig einkenni sviða og kláða af Jurtasmyrslinu, en var ráðlagt að halda notkun þess áfram. Jákvæðar ræktanir úr brunasárum voru til staðar hjá 16 börnum og höfðu þau öll notað Jurtasmyrsl. Flest börnin sem fengu brunasár þjáðust af miklum verkjum (63%), upplifðu kláða (40%) og hlutu rofinn nætursvefn (77%). Börnin (n=5) fengu öll Jurtasmyrsl á brunasár eða á gróna húð eftir útskrift.
  Ótímabært er að draga ályktanir af niðurstöðum rannsóknarinnar vegna smæðar úrtaks og ófullnægjandi skráninga í sjúkraskrám. Niðurstöður staðfesta notkun Jurtasmyrslsins á barnadeildinni og nauðsyn þess að gera framvirka rannsókn á áhrifum Jurtasmyrsls.
  Lykilorð: brunasár, barn, jurtasmyrsl, vallhumall, sárameðferð.

 • Útdráttur er á ensku

  Over the last few decades, much progress has been achieved in treatment of burn injuries. With deep burn wounds, that have healed or with shallow scalds, the use of balm and fatty creams is essential. Since 1996 has the Icelandic Children´s hospital Hringur been using Jurtasmyrsl (e. herbal balm) in their treatment of burns. The balm contains the herb Yarrow that is the main ingredient in the balm. No specific research has been done on the nature of Jurtasmyrsl.
  The purpose of this research was to examine the use of Jurtasmyrsl in wound treatment of children that suffered burn injuries in the period between 2008 and 2012. The objective of the research was to analyze whether it is safe to use Jurtasmyrsl. The research was divided into two parts, on the one hand retrospective descriptive method was used in the research using medical records where the participants were all children, 18 years of age or younger, that visited the children´s ward for treatment of burn wounds in the years between 2008 and 2012 (n=60). The use of Jurtasmyrsl was examined, as were the symptoms that emerged as the treatment progressed and wounds healed until patients were discharged. The later part of the research was based on phone survey questions, where parents of children (n=5), that had suffered from burn injuries in the years between 2011 and 2012, were asked questions regarding the usage of Jurtasmyrsl after discharge.
  The main results indicated that the Jurtasmyrsl is used on burn wounds in 87% of incidents with or without other wound dressings. Results indicates that one child (1,9%) had allergic reaction from the Jurtasmyrsl, with symptoms of sever itching and rashes. Three children (5,7%) had indication of allergic reaction but where advised to continue to use Jurtasmyrsl. Positive bacterial results from burn wounds where diagnosed from 16 children and they had all been using Jurtasmyrsl. Most children that suffered from burn injuries experienced severe pain (63%), itch (40%) and ruptured sleep (77%). The children (n=5) continued to use Jurtasmyrsl after discharge.
  Due to the small sample and insufficient medical records, it is premature to draw any conclusions from the results of the research. The results confirmed the extensive use of Jurtasmyrsl and the need to perform prospective research on the effect of Jurtasmyrsl.
  Key words: burn wound, child, herbal balm, yarrow, wound treatment.

Samþykkt: 
 • 7.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jurtasmyrsl.pdf19.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna