is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17833

Titill: 
 • Eylandið og umheimurinn. Erlendur fréttaflutningur í íslenskum dagblöðum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er erlendur fréttaflutningur í íslenskum fjölmiðlum. Hún byggir á megindlegri rannsókn á birtingu erlendra frétta í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu á tímabilinu 1999-2011.
  Rannsóknin leitast við að svara þríþættri rannsóknarspurningu: Hefur erlendum fréttum farið fækkandi á undanförnum árum? Hvaðan berast fréttirnar? Um hvað eru þær?
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að dregið hefur úr erlendri fréttaumfjöllun í dagblöðunum tveimur. Það á sérstaklega við um Morgunblaðið en erlendum fréttum fækkaði jafnt og þétt á tímabilinu, en fjölgaði framan af tímabilsins í Fréttablaðinu. Hlutfallslega hefur erlendum fréttum þó ekki fækkað jafn mikið og ætla mætti enda hefur heildarfréttum fækkað mikið á tímabilinu sem má rekja til efnahagshrunsins haustið 2008 og mikillar samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Íslenskir fjölmiðlar birta færri erlendar fréttir en fjölmiðlar hjá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við.
  Rannsóknin gefur til kynna að fréttir séu fjölbreyttari frá nærsvæðum en frá fjarlægum svæðum. Eftir því sem fjær dregur er meiri áhersla á fréttir af styrjaldarrekstri og hörmungum sem bitnar á miklum fjölda fólks. Hlutdeild valdaþjóða heimsins og Asíuþjóða í erlendum fréttum er áberandi mikil en hlutfallslega fáar fréttir eru frá Norðurlöndum.

Samþykkt: 
 • 7.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefan Vilbergsson Eylandid og umheimurinn.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna