Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17835
Í þessari ritgerð verður fjallað um þrjár merkilegar áhrifakonur í Gamla testamentinu sem eru þekktar undir nöfnunum Debóra, Hulda og hin dugmikla kona. Sögur þeirra verða skoðaðar með það í huga að draga fram í sviðsljósið hvað gerir þær sérstakar og frábrugðnar mörgum öðrum frásögnum um konur í Gamla testamentinu. Helsta áherslan verður lögð á það að finna hvar áhrif þessara þriggja kvenna liggja, jafnt innan sem utan Gamla testamentisins. Ritgerðin skiptist í sex meginkafla. Fyrstu þrír kaflarnir eru tileinkaðir konunum þremur, þar sem hver þeirra fær einn kafla með sérstakri umfjöllun um sig þar sem tekin er fyrir saga konunnar og hugmyndir fræðimanna og höfundar á henni. Í fjórða kafla eru gerð skil á áliti femínískra sjónarhorna á sögu kvennanna. Í fimmta kafla er síðan farið yfir áhrifasögu kvennanna og séð hvernig textar þeirra hafa lifað í gegnum áraraðir og til okkar samtíðar. Í sjötta og síðasta kafla ritgerðarinnar er síðan gerður samanburður á konunum þremur við sögur annarra kvenna sem eru einnig að finna í Gamla testamentinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð til BA-prófs.pdf | 728.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |