Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17838
Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða að hvaða marki íslenskir vesturfarar tóku þátt í upprunalegu landnámi Evrópubúa á því svæði sem að nú er þekkt sem Saskatchewan í Kanada.
Íslendingar gegndu mikilvægu hlutverki í landnámi Saskatchewan. Landnám Íslendinga í Saskatchewan samanstóð af tveimur hópum sem að komu þangað á mismunandi tíma og eftir ólíkum leiðum. Fyrri hópurinn kom í upphafi ársins 1886 og sá síðari kom eftir árið 1900.
Í þessari ritgerð legg ég áherslu á fyrstu bylgju innflytjenda og landnám þeirra en sá hópur kom annaðhvort beint frá Íslandi eða eyddi mjög skömmum tíma í Manitoba, Kanada eða Dakóta , Bandaríkjunum, áður en hann festi rætur í Saskatchewan.
Fjórar stærstu byggðir Íslendinga sem rætt er um í þessari ritgerð eru Þingvallabyggð, Lögberg, Hólabyggðir og Vatnabyggðir. Fjallað verður um uppbyggingu þeirra milli áranna 1886 og 1900.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Katrín 6. maí.pdf | 582,17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |