is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17847

Titill: 
  • Bókasafnskerfi á breytingaskeiði: Rannsókn á leitarhegðun fræðimanna í Gegni og Leitum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er eigindleg rannsókn og markmið hennar er að kanna hvernig leitargáttirnar Gegnir og Leitir svara þörfum notenda, einkum með tilliti til íslensks efnis. Valdir voru viðmælendur sem hafa reynslu af notkun kerfanna; fimm fræðimenn á sviði íslenskra fræða og einn doktorsnemi. Hindranir sem mæta þessum hópi eru væntanlega ekki vegna vankunnáttu eða reynsluleysis heldur vegna þess að kerfið mætir ekki þörfum þeirra. Fylgst var með þeim leita að íslenskum höfundum, titlum og efni. Samhliða því var rætt við þá um verkefnin, leitarhegðun almennt og hvernig þeir nota Gegni og Leitir. Í tengslum við rannsóknina er fjallað um skrár bókasafna, gagnrýni á þær og viðbrögð við þeirri gagnrýni, rætt um hvert bókasafnskerfin stefna, framtíð lýsigagnaskráningar, vensluð gögn, nýtt skráningarsnið og tilraunir til alþjóðlegrar nafnmyndastjórnunar.
    Rannsóknin leiddi í ljós nokkur atriði sem þarfnast athugunar í Leitum. Flestir þátttakendur kunna vel á grunnþætti heimildaleita. Sumir þeirra kunna ekki vel á efnisorðaleit og nota Gegni og Leitir ekki sem efnisveitu, heldur til að leita að þekktum titli, höfundi og til hjálpar við heimildaskráningu. Gagnrýni sem bókasafnskerfi hafa almennt fengið snýr einkum að óskilvirkni þeirra sem efnisveitu miðað við leitir á Netinu. Bókasafnskerfi líkjast nú æ meir Netveitum. Orðaleit í einum glugga er alls ráðandi án þess að fram hafi farið rannsókn á því hvernig hún gagnast. Í Leitum er aðeins orðaleit í boði. Þátttakendum gengur illa að safna saman efni eftir einstakling með algengu nafni í Leitum. Nýjungar í bókasafnskerfum hafa uppá síðkastið miðað að því að gera þau að betra „uppgötvunartóli“ á kostnað þess hlutverks að hjálpa notendum að finna hvort þekkt efni er til, hvort það er til útláns og að halda utanum efni sem tengist ákveðnum einstaklingi eða stofnun. Þessi tvö hlutverk geta farið saman. Niðurstöður benda til hugsanlegs kynslóðamunar í notkun bókasafnsskráa.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17847


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragna Steinarsdóttir_MLIS_2014.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna