Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17849
Knattspyrna er ein vinsælasta íþrótt í heimi, þar er Ísland engin undantekning. Þó svo að íþróttaiðkun stuðli að auknu heilbrigði og hreysti þá fylgir oftast nær einhver áhætta með. Í knattspyrnu eru árekstrar tíðir og geta langvarandi áhrif þess að leika knattspyrnu haft slæmar afleiðingar á líkamlega heilsu. Ýmsar kenningar innan félagsfræðinar fjalla um hvernig einstaklingar sjá sjálfa sig, hvernig þeir komast inn í félagsskap og læra að taka upp hegðun annarra. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að algengt sé í knattspyrnuheiminum að menn harki af sér meiðsli og sársauka. Ákveðið var að gera eigindlega rannsókn á íslenskum knattspyrnumönnum til að sjá hvort slíkt atferli tíðkist einnig hér og, ef svo er, hver er hvatinn fyrir því og hverjar eru andlegar afleiðingar meiðsla. Tekið var viðtal við átta núverandi og fyrrverandi knattspyrnumenn sem leikið hafa á Íslandi. Niðurstöður voru á þann veg að þeir hefðu allir á einhverjum tímapunkti ferilsins spilað meiddir. Einnig voru allir sammála um að slíkt atferli tíðkist reglulega. Gróflega má skipta undirliggjandi hvötum fyrir því að íslenskir knattspyrnumenn spila meiddir í þrjá flokka, eigin ástríðu, félagslegum og efnahagslegum þáttum. Þá komu í ljós tilfelli um að andleg líðan geti versnað mikið á meðan leikmenn eru frá meiddir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Spilað í gegnum sársaukann.pdf | 463,28 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |