is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1785

Titill: 
  • Er ávinningur fyrir íslenska ríkið að innleiða rafræna reikninga við innkaup?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er lokaverkefni höfundar til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Rannsóknarspurningin sem leitað er svara við er hvort það sé ávinningur fyrir íslenska ríkið að taka við rafrænum reikningum við innkaup.
    Til að kanna til hlítar mögulegan ávinning er hlutverki reikningshalds og bókhalds gerð nokkur skil. Skoðaðar eru lagalegar kröfur til reikningshalds, ábyrgð stjórnenda og hlutverk reikningshalds sem stjórnunarverkfæri. Ferli innkaupa er lýst ásamt virkni og uppbyggingu fjárhagskerfa ríkisins. Gert er grein fyrir ferli reikninga innan þess kerfis, bæði hefðbundinna reikninga og rafrænna.
    Framkvæmd var rannsókn á gögnum í viðskiptaskuldakerfi ríkisins og unnin greining á niðurstöðum þeirrar rannsóknar. Leitast var við að mæla fjölda reikninga, greiðslumáta, greiðslukjör og tímamæla ferla reikninga frá útgáfu að greiðslu og meta skilvirkni.
    Helstu niðurstöður eru að allt bendir til að innleiðing rafrænna reikninga muni skila ríkinu verulegu hagræði. Reikningar munu fara fyrr inn í fjárhagskerfið, draga mun úr vinnu við innskráningu, gleggri mynd á skuldbindingum fæst og meiri líkur á greiðslu á gjalddaga.
    Lagt er til að ríkið innleiði rafræna reikninga að krafti ásamt bókunarvél sem flýtir fyrir innlestri reikninga og leiti leiða til að auka sjálfvirkni viðskiptaskuldakerfisins.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2013
Samþykkt: 
  • 25.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak.pdf836.03 kBOpinnHeildPDFSkoða/Opna
Heimildir.pdf106.14 kBOpinnHeimidaskráPDFSkoða/Opna
efnisyfirlit.pdf147.03 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
útdráttur.pdf176.02 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna